Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 90
90 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞRÁÐLAUS SÍMI MEÐ NÚMERABIRTI • 12 númerí minni • Hringt beint úr númerabirtingaminni • Hægt að tengja við símkerfi Doro Walk&Talki255 Stórleikarinn Gary Cooper sem lék Sergeant York í samnefndri kvikmynd. Tveir sögufrægir kappar, Robert Mitchum og John Wayne, í E1 Dorado. Hawks ásamt hinni leggjafögru Angie Dickinson. ÞRIÐ JI og síðasti vestraleikstjórinn, til meðferðar hér á síðunni, er How- ard Hawks (1896-1977). Einn af fremstu kvikmyndasmiðum Banda- ríkjanna, fyrr og síðar. Hawks var alls ekki bundinn við vestraformið þótt það væri hans uppáhalds- viðfangsefni, og tæki mest af síðari hluta ferilsins. Hawks var fjölhæfur og skildi einnig eftir sig afburða gam- anmyndir, söngva- og dansamyndir, spennutrylli og drömu. Sjálfur var leikstjórinn margbrotinn persónu- leiki. Fjölhæfur íþróttamaður, flug- maður og kunn kappaksturshetja. Hóf nám í verkfræði en komst ungur í kynni við kvikmyndagerð og þar með var framtíðin ráðin. Fyrstu störfin vann Hawks hjá leikmunadeild Para- mount, við klippingar, aðstoðarleik- stjóm o.fl. sem til féll. Þetta var á öndverðum þriðja áratugnum, þegar kvikmyndaiðnaðurinn var að mótast. Ekki leið á löngu uns Hawks var farinn að skrifa handrit stuttmynda, sem hann leikstýrði með tímanum. Innan skamms hafði hann getið sér gott orð sem handritshöfundur og skömmu eftir að hann flutti sig til Fox, fór Hawks að vekja á sér athygli sem liðtækur leikstjóri. Var jafnan sjálfstæður og vann t.d. fyrir alla kvikmyndarisana 8 í Hollywood og stórframleiðandann Goldwyn (áður en hann varð G-ið í MGM). Iðnaður- inn reyndi frá upphafi að draga leik- stjóra í dilka, líkt og kvikmynda- stjömumar. Einn fékk einungis að fást við gamanmyndir, annar við hrollvekjur, o.s.fW. Hawks var hins- vegar erfiður í drætti og sannaði sig snemma á ferlinum sem „allramynda- maður“. Á t.d. að baki Scarface (’32), sem sögð er ein besta glæpamynd allra tíma; The BigSleep (’46), er á sama hátt talin eitt af gullkomum spennumynda; Sergeant York (’41), fer fremst í flokki stríðsmynda, líkt og vestramir Red River (’48) og Rio Bravo (’59), em sígild stórvirki. Þá á hann bráðsnjallar gamanmyndir að baki, á borð við 20th Centuryi’34) og His Girl Friday, ein frægasta mynd hans á síðari ámm var svo Gentlemen PreferBlonds (’53), einn frægasti söngleikur allra tíma. Þrátt fyrir alla sína fjölhæfni og hæfileika, naut Hawks ekki verð- skuldaðrar virðingar fyrr en seint á ferlinum, ólíkt mönnum eins og Hitchcock, sem vora einskorðaðir við eina kvikmyndagrein. Engu að síður, HOWARD HAWKS líkt og Hitch, sameinaði Hawks hæfi- leikann til að skapa gott skemmtiefni og ná til fjöldans ogsterkan og auð- þekkjanlegan persónulegan stQ. Handbragðið er blessunarlega laust við tilgerð og er blátt áfram, enda leit Hawks á sjálfan sig fyrst og fremst sem fagmann og sagnaþul. Gerði sér snemma grein fyrir mikilvægi hand- ritsins og lét einhvemtíman svo um- mælt: „Eg er svo mikil skræfa að ef ég nýt ekki góðs penna hef ég ekki áhuga fyrir verkefninu." Fleiri mættu hugsa þannig. Enda naut hann jafnan fulltingis þeirra bestu, einsog Willi- ams Fauikner, Charles Lederer, Leigh Brackett og Jules Furthman. Vann jafnan náið með handritshöf- undi, gerði breytingar frá eigin bijósti, allt fram á tökustig. Hawks var fyrsta hlutann af ferl- inum hjá Fox, en fór síðan á milli kvikmyndaveranna sakir mikilvægis verkefnanna. 1930 gerði hann tvær, valinkunnar myndir; The Dawn Patrol og The Criminal Code. Sú fyrmefnda er talin í hópi bestu mynda um lofthemað í fyrra stríði, sú síðari er sögð afburða fangelsismynd á borð við I Was a Fugitive From a Chain Gang, 20. 000 Years in Sing Sing, og fleiri slíkar. Fyrsta meist- araverkið og besta gangstermynd fyrri hluta fjórða áratugarins; Scar- face, þótti tímamótamynd. Blandaði frjálslega saman grimmd, ofbeldi og kolsvartri gamansemi. (De Palma stýrði endurgerðinni hálfri öld síðar.) Þrangin spennu og lævi blöndnu and- rúmslofti. Myndin markaði upphafið á frjósömu samstarfi hans og eins besta handrdtshöfundar fyrri hluta aldarinnar, Ben Hect. Næstunnu þeir saman að ’The Crowd Roars og TigerShark (báðar ’32). Næst tók við skammur og h'tið minnisstæður kafli lijá MGM, en Hawk komst aftur á beinu brautina hjá Columbia, þar sem hann lauk við 20th Cen trny (’35), sem talin er ein besta „screwball“-gaman- mynd allra tímas. Þá lauk hann við Barbary Coast, einn fyrsta stórvestr- aaLULiulir Stór pizza íeð pepperoni Stór pizza með 2 áleggsteg. PtZZA!PtZZA! PÓ HWNdR - VIO BÖMUM - WJ &CIOR! Fákafeni n • Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Nesti, Ártúnshöfða ann, sama ár. Þegar hér er komið sögu, var Hawks búinn að fá á sig orð sem mikilhæfur fagmaður, með glöggt auga og eyra fyrir tímasetn- ingu, samtölum, tækni og stemmn- ingu. Hawks mat einnig mikils fag- mennsku í fari annarra og gerði fjölmargar myndir um sannkallaða atvinnumenn - í íþróttum, her- mennsku, njósnum, og vináttuna sem skapast í samvinnu einstaklinga. Eins var hann á undan sinni samtíð í með- ferð kvenpersóna. Þó Hawks gæti verið með manna mestan karlremb- ing, ijallaði hann á jafnáhugaverðan og jákvæðan hátt um kvenhetjur, á borð við blaðakonuna Rosahnd Russ- ell í His Girl Friday, eða kaldhæðnu dansmeyna sem Jane Russell leikur af snilld í Gentlemen Prefer Blondes. Það sem laðaði Hawk að 20th Cent- uryá sínum tíma, var sérstætt sam- band roskins manns (John Barry- more), sem laðast að sér mun yngri konu (Carole Lombard), gáfaðri og stjómsamri. Þetta inntak ræktaði hann ennfrekar á fjórða áratugnum, og kaus sér til fulltingis hinn sjóaða Humphrey Bogart og hina óreyndu Lauren Bacall. Sambandið virkaði frábærlega á öllum sviðum. Ur varð Qöldi minnisstæðra mynda og eitt frægasta og farsælasta hjónaband kvikmyndasögunnar. Áratugum síðar bryddaði Hawk enn eina ferðina upp á þemanu í þrem myndum (skrif- uðum af Leigh): Rio Bravo (’59), Hat- ari (’62) og E1 Dorado (’67), þar sem miðaldra karlhetja (John Watne), reynir í þeim öllum, að eiga í fullu tré við sér mun yngri konur (Angie Dick- inson, Elsa Martinelli og Charlene Holt), með broslegum afleiðingum. Fáir Hollywood-leikstjórar komast í hálfkvist við Hawks, hvað snertir auga fyrir hæfileikum og þjálfun þeirra í hörðum skóla og samkeppni hinna fremstu í Hollywood. Meðal leikara sem geta þakkað honum frægðina má nefnaPaul Muni (Scar- face), Carole Lombard (20th Cent- urý), Katharine Hepbume og Cary Grant (Bringing Up Baby). Þá bauð hann Frances Farmer hennar besta hlutverk á stuttum ferii, í Come and Get It (’36).. Eins uppgötvaði Hawks fyrirsætuna Lauren Bacall í New York, og bauð til vesturstrand- arinnar. Montgomery Clift fékk sitt fyrsta tækifæri í Red River. Á sjötta áratugnum átti Hawks stóran þátt í ódauðlegum vinsældum Marilyn Monroe, í Monkey Business (’52) og enn frekar Gentlemen PreferBlond- es. Sergeant York (’41), er tvímæla- laust mesta tímamótamyndin á ferli hans, sú langvinsælasta og gerði stór- stjömu úr Gary Cooper - sem hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun ogfærði leikstjóranum sína einu Óskars- verðlaunatilnefningu. Á stríðsáranum jukust til muna vinsældir slíkra mynda og Hawks átti sinn þátt í að koma þeim í tísku með myndum eins ogSergeant York og AirForce (’43), Átti síðan The Big Sleep, sem talin er besta einka- spæjaramynd fimmta áratugarins og varð síðan einn af aðalviðreisnar- mönnum vestrans, með Red Riverog Rio Bravo. A lokasprettinum sneri Hawks sér aftur að vestranum, frægastar era myndimar um fljótin tvö, Rauðá og Rio Bravo, og þá gerði hann æv- intýramyndina Hatari (’62) í Afríku, sem bar öll helstu einkenni vestrans. Að endingu komu svo tveir ósviknir, báðir með allsherjargoða villta vest- ursins, John Wayne. Hinn bráð- skemmtilegi E1 Dorado (’67), þar sem Wayne, og ennfrekar frábæram Ro- bert Mitchum (í óvenjulegu hlutverki fyllibyttunnar), og Rio Lobo (’70), sem varð hans síðasta verk, enda maðurinn að verða hálfáttræður. Howard Hawks var manna best kom- inn að heiðurs-Óskarsverðlaununum, sem akademían færði honum 1974, þremur áram fyrfr dánardægrið. SIGILD MYNDBOND RED RTVER (1948) ★★★★ Dæmigerður, sígildur vestri með John Wayne í einu sínu albesta hlut- verki sem landnemi sem klýfur sig úr vagnalest á leið í vesturátt um miðja, 19. öld. Tekur þess í stað stefnuna á Texas. í félagsskap vinar síns (Walter Brennan) og ungs landnema (Mont- gomery Clift), sem lent hefur í kröpp- um dansi við frambyggjana. Wayne leggur af harðfylgi undir sig land og verður stórbóndi í Texas sem einskis svífst í ágimd sinni og yfirgangi. Und- ir lokin verður hann þó að gera upp hug sinn varðandi gamlan félaga (Clift), sem gerir uppreisn gegn harð- stjóminni. Wayne fer á kostum í óvenjulegu hlutverki þrælmennis og Brennan er eiturhress og léttir á spennunni. Mikilfengleg mynd, fal- lega tekin með hrífandi tónlist og Qöida valinkunnra aukaleikara. SERGEANT YORK (1941) ★★★★ Sögufræg mynd um friðarsinna (Gary Cooper), bónda í Miðríkjunum, sem kynnist hörmungum stríðsátaka í fyrri heimsstyrjöld. Snýr til baka sem hetja og reynslunni ríkari. Örh'tið bamaleg í dag en hreinskilin og kem- ur andstríðsboðskapnum skilmerki- lega frá sér. Coop fékk Óskarsverð- launin og Hawks sína fyrstu og síðustu tilnefningu. Myndin er byggð á sönnum, ótrúlegum atburðum og lýsir dæmalaust vel hinni alamerísku goðsögn um karlmennnið. Atriðið með hundinum og hetjunni á klettasyllunni gleymist ekki auðveldlega, þótt hún hafi e.t.v. ekki elst neitt sérlega vel. RIO BRAVO(1959) ★★★★ Wayne leikur ódeigan fógeta í landamærabæ í Texas sem setur ófyrirleitinn stórbónda (Claude Ak- ins) undir lás og slá. Vitandi að kúa- smalar hans og annar ótrosalýður muni reyna að bjarga honum úr fang- elsinu. Dean Martin er í hlutverki sí- drakkins aðstoðarlögreglustjóra. Sagt er að þeim görpunumWayne og Hawks hafi ofboðið vællinn í Gary Cooper-karakternum í High Noon og viijað bæta um betur. Hvað sem því líður stendur myndin giska vel á eigin fótum. Endar í glæstum skotbardaga þar sem illyrmin fá makleg málagjöld og Wayne fær stúlkuna sína (Angie Dickinson). Framúrskarandi frá öll- um hliðum séð. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.