Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 59 MINNINGAR JON KORT ÓLAFSSON + Jón Kort Ólafs- son fæddist í Haganesi í Fljótum 15. ágúst 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarð- arkirkju 2. desemb- Hér langar mig að minnast míns kæra æskuvinar, Jóns Korts Ólafssonar, bónda í Haganesi, Fljótum. Við kynntumst fyrst þegar við vorum aðeins fjögurra ára gamlir. Við vorum nágrannar, þrjú börn á sama aldri, er gengum undir gælu- nöfnunum Ella, Konni og Addi. Þetta vorum við Elín Benedikts- dóttir í Ytra-Haganesi, Jón Kort Ólafsson í Syðra-Haganesi, og ég í Neðra-Haganesi. Við undum saman við fjölbreytta leiki, á veturna renndum við okkur stundum á skautum á ísilögðu vatninu, eða fór- um á skíðum upp í Haganesásinn, en alltaf rikti glaðværðin í þessum litla hópi. Við þrjú vorum afar sam- rýnd, og hverja stund sem gafst vorum við saman í leik. Sorgin slær börnin eins og aðra, og það reiðarslag dundi á Ellu í apríl 1931, þegar hún var tæpra tíu ára göm- ul, að hún missti móð- ur sína. Ekki var minni harmur kveðinn að Konna í nóvember það sama ár þegar Stefán bróðir hans lést, en hann hafði ver- ið að leik á skautum ásamt öðrum ung- mennum, á Hópsvátn- inu. Eftir það var okk- ur ekki leyft að fara út á vatnið, en áfram mátti oft finna okkur saman í leik, og við uxum úr grasi hvert í annars félagsskap. Brátt byrjuðum við í skóla, þar sem við lærðum ým- islegt gagnlegt, lékum okkur í Yfir og fleiri skemmtilegum barnaleikj- um, og nýttum okkur fjöruna sem leikvöll. Heilbrigð og glöð vorum við, með náttúruna allt í kring, og sjóinn leikandi við fjörukambinn. Seinna fermdumst við líka sam- an, í Barðskirkju. Stundum hefur slest upp á vinskapinn milli mín og annarra leiksystkina, en aldrei bar skugga á okkar vinskap. Við hleypt- um aldrei neinni misklíð að. Við fór- um svo að vinna eftir fermingarár- ið, eins og gekk og gerðist, en hittumst samt öðru hverju. Þá mátti oft finna okkur glöð og kapps- full, að spila fótbolta. Svo fór að Ella leiksystir okkar fluttist burt úr sveitinni, til Akraness, og dó þar aðeins fjörutíu og sjö ára gömul. En við Konni hófum okkar búskap, ég á Reykjarhóli í Austur-Fljótum, en hann í Haganesi. Ég þurfti að sjálfsögðu oft að fara í verslunina í Haganesvík, og þá var venjan að koma við hjá Laugu og Konna í Haganesi, og njóta þar kaffisopa eða matar eftir því hvernig á stóð. Þá var slegið á létta strengi í samræðum, gamalla stunda minnst úr bernskunni, eða rætt um daginn og veginn. Vinátta okkar hefur haldist allt til þessa, þó það strjálaðist að við hittumst eftir að ég flutti úr sveitinni. Þó gafst gjarnan tækifæri til að hittast og ræða sjómennskuna, en við vorum báðir hneigðir til sjómennsku og höfum löngum stundað sjóinn, fyrst á árabátum, en síðar á vélbátum. Ég vil að lokum þakka fyrir ógleymanlegar stundir sem við átt- um saman í æsku. Jón Kort er einn traustasti vinurinn sem ég átti frá þessum æskuárum mínum. Ég bið Guð að styrkja eftirlifandi konu hans Guðlaugu Márusdóttur og af- komendur þeirra á þessari sorgar- stundu. Alfreð Jónsson. ARNI JÓNSSON + Ámi Jónsson fæddist á Sauðár- króki 5. nóvember 1957. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 19. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Sauðár- krókskirkju 2. des- ember. Fyrir næstum tveimur vikum var ég staddur ásamt fleiri akstursíþróttamönnum á skrifstofu okkar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal við tiltektir, þegar ég fékk símhringingu frá Sauðárkróki og mér var tilkynnt að félagi okkar Árni Jónsson hefði látist nóttina áð- ur. Okkur setti hljóða og lítið varð um meiri tiltektir. Hugurinn leitaði í Skagafjörðinn og til þeirra mörgu ánægjulegu stunda, sem við akst- ursíþróttamenn höfum átt þar undanfarin ár, hvort sem var á fund- um eða í keppni. Næstum 20 ár eru síðan leiðir okkar Áma lágu saman. Þar var á ferð einlægur maður, sem bæði tók þátt í rallkeppni, og gaf ekki síður af sér til félags síns og landssam- bandsins sem formað- ur Bílaklúbbs Skaga- fjarðar og skipu- leggjandi. Þar bar aldrei skugga á, þótt menn væru ekki alltaf sammála. Árni var fylginn sér og bar mál sitt ávallt fram af sannfæringu og ein- lægni, með hagsmuni og framgang íþróttarinnar að leiðarljósi. Þegar niðurstöðu var náð mátti ævinlega reiða sig á fylgi Árna og stuðning við það sem ákveðið var og því mátti alltaf treysta. Ef honum mislíkaði eitthvað var ævinlega haft samband og málin rædd þar til allir voru ánægðir. Árni tók sér hlé frá félagsstörfum við akstursíþróttir í nokkur ár, en fyrir um tveim árum fékk ég símtal að kvöldi til. Á hinum endanum var Árni Jónsson, sem tilkynnti mér að hann væri kominn til starfa aftur. Hann spurði margs og rökræddi fram og aftur hvað á döfinni var og þar með var hann aftur kominn á fullan skrið eins og áður. Akstursíþróttamenn, og þá sér í lagi rallýhópurinn, kveðja nú ekki bara sérleiðina um Þverárfjall, sem ekin var í síðasta skipti nú í sumar, heldur einn helsta forsvarsmann Bílaklúbbs Skagafjarðar og góðan félaga. Um leið og þakkað er fyrir allar góðu stundirnar sem menn hafa átt í Skagafirði með og vegna Áma Jónssonar flytjum við ættingj- um hans og vinum okkar í Bíla- klúbbi Skagafjarðar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Jónson hvíli í friði en minning hans lifi. Ólafúr Guðmundsson, forseti Landssambands íslenskra akstursfélaga. ÞROSTUR BJARNASON + Þröstur Bjarna- son fæddist á Blönduósi 23. ágúst 1945. Hann lést á heimili sínu 15. nóv- ember síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Fella- og Hólakirkju 24. nóv- ember. Kveðja frá systkinum Það var dimmur morgunn en dimmdi meir þegar við fengum þá fregn að bróðir okkar, elskulegur, væri horfinn yfir móðuna miklu. Nú er hann hjá pabba okkar og öllum okkar ástvinum sem farið hafa þessa leið. Það er margt sem rifjast upp hjá stórum systkinahópi og minnumst við hans á margan hátt. Þröstur var alltaf svo kátur og lífsglaður maður og lét aldrei bera á neinu þótt hann hafi átt við veikindi að stríða. Hann var mikill vinnuþjarkur og það fór honum allt vel úr hendi hvort sem það var múrverk, flísalagnir, parketlagnir, heimilisstörf eða hvað sem honum datt í hug að taka sér fyrir hend- ur. Hann var líka svo hjálpsamur og gott var að geta leitað til hans því hann var líka svo ánægður ef hann gat eitthvað hjálpað. Hann var alltaf boðinn og bú- inn eins og maður seg- ir. Börnum okkar sem og annarra var hann alltaf sérstaklega góð- ur og átti mjög auðvelt með að umgangast þau bæði í leik og starfi og passaði þau oft er þannig stóð á. Við minnumst líka þeirra stunda úr æsku okkar þegar við áttum heima á Blönduósi og svo síðar í Olf- usinu. Við vorum mikið saman og skemmtum okkur vel við söng og ýmsa leiki. Við þurftum fljótt að taka til hendinni heimafyrir því æði mörg voru verkin sem vinna þurfti á stóru heimili. Þar sem Þröstur var elstur bræðranna mæddi oft á honum við helstu útiverkin. Þröstur var ungur að áram þegar leið hans lá úr sveitinni til að stunda sjómennsku. Hann .fór. á vertíð .til Vestmannaeyja þar sem hann kynnt- ist konu sinni Lovísu Sigfúsdóttur og stofnaði hann með henni heimili þar og eignaðist með henni tvö börn, þau Heimi og Jónínu. Seinna fluttist svo fjölskyldan á Selfoss þar sem hann byggði þeim hús á Laufhaga 5. Arið 1980 urðu þáttaskil í lífi hans þegar Lovísa lést. Hann og bömin tvö á unglingsáram bjuggu á Selfossi í nokkur ár eða þar til hann fluttist til Reykjavíkur. Éftir þann tíma fór samverastundum okkar fækkandi því flest voram við á Selfossi. Við hittumst þó oftast við sérstök tæki- færi s.s. eins á og þorrablótum og ýmsum fjölskyldumótum eins og okkar árlegu útilegu hvert sumar. Okkur verður alltaf minnisstæð útilegan í Borgarfirðinum sl. sumar því þar vorum við flest saman komin ásamt fjölskyldum okkar. Var það í síðasta sinn sem við voram flest sam- an komin með honum. Á þeim tíma var Þröstur kominn í sambúð með ástkonu sinni Kolbrúnu, eða Kollu eins og hún er kölluð. Voru þau mjög hamingjusöm og ætluðu þau að ganga í hjónaband nú í desember. Við þökkum Þresti samfylgdina í lífinu og biðjum góðan guð að varð- veita hann og minningin um hann lif- ir með okkur. Elsku mömmu, Kollu og fjöl- skyldu, Heimi, Jónínu og fjölskyld- um þein-a vottum við okkar dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur öll í sorginni. FRETTIR Leonardó-styrkir 2000 Tæpar 100 milljónir í styrki til íslenskra verkefna í ár ÚTHLUTAÐ hefur verið í Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætlun ESB. Þetta er fyrsta úthlutun í öðrum hluta áætlunarinnar, en upphæðii’ sem hvert verkefni fær í þessum hluta era umtalsvert hærri en í þeim fyrsta. Tvö þróunarverkefni undir ís- lenskri verkefnastjórn hlutu styrk að þessu sinni, alls um 68 milljónir. Áður hefur verið úthlutað til mannaskipta- verkefna rúmlega 25 milljónum króna sem skiptast á u.þ.b. 200 einstaklinga, segir í fréttatilkynningu. Verkefnin sem hljóta styrk nú í ár era: ANIMATE - Associated Net- works in Managing Transition in Europe. Verkefnisstjóm: MENNT - Samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla. Samstarfslönd: Danmörk, Finnland, ísland og Bretland. Markmið verkefnisins er að koma á fjölþjóðlegu neti aðila sem koma að starfsmenntun á einn eða annan hátt, gera þeim kleift að skiptast á og miðla upplýsingum um þróun starfsmennt- unar, kennsluaðferðir og aðgengilega tækni. Útbreiðsla verkefnisins á að fara fram á Netinu með sérstökum við- burðum sem miðlað verður til viðeig- andi markhópa. Heildarstyrkur til allra þátttöku- landa: 361.878 evrar-í.kr. 27.380.000. Námssamfélag - Efling á sjálfs- mynd smærri samfélaga. Verkefnisstjóm: Farskóli Norður- lands vestra - miðstöð símenntunar. Samstarfslönd: AustuiTfld, Spánn, Grikkland, f sland og Svíþjóð. Markmið verkefnisins er að þróa kennsluefni og aðferðir til að byggja upp sjálfstraust íbúa í smærri sam- félögum til að takast á við breytingar í samfélaginu. Áhersla verður lögð á að byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart breytingum og þróun í atvinnulífinu með það fyrir augum að bregðast við atvinnuleysi og auka starfshæfni. Að- aláherslan verður á námskeið í sjálfs- efli, tölvunotkun, tungumálum og þjónustu við ferðamenn. Heildarstyrkur til allra þátttöku- landa: 536.929 evrur - 40.625.000 krónur Næsti umsóknarfrestur í Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætluninni* rennur út 19. janúar 2001. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Leon- ardó eða hjá Landsskrifstofu Leon- ardó, Tæknigarði, Dunhaga 5. Nýjar áherslur á Kaffi- stofu Listasafnsins KAFFISTOFA Listasafns íslands hefur fyrir löngu unnið sér sess í hugum borgarbúa sem vinsæll án- ingastaður í dagsins önn enda er hún sjálfstæð rekstrareining innan safnsins. Það er því hægt að heim- sækja Kaffistofuna án þess að borga sig inn á safnið sjálft, þó að góð list og matarlyst fari á hinn bóginn vel saman. Nú hefur Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður, tekið aftur við um- sjón veitinga á Kaffistofunni en Sveinn starfaði við hana frá upphafi, árið 1988 og síðan með hléum í 4 ár, eða þangað til hann hélt til útlanda. Síðan hefur Sveinn dvalið mest- megnis í Hollandi þar sem hann hef- ur unnið við sitt fag og bætt við sig kunnáttu og nýjum áhrifum en einn- ig hefur hann verið í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Hér heima hef- ur Sveinn verið viðriðin veitingastað- inn Við Tjömina og starfaði þar síð- ast í sumar þar til hann tók við Kaffistofu Listasafnsins nú nýverið, segir í fréttatilkynningu. I matargerðarlist sinni leggur Sveinn áherslu á að blanda saman ólíkum stflum í matargerð, til dæmis austurlenskum og vestrænum. Hann gerir út á framlegar samsetningar bragðefna og áhrifa en þó að hann sé jafnvígur á flestum sviðum matar- Morgunblaðið/ Kristinn Sveinn Kjartansson tók nýlega ■ - við umsjón Kaffistofu Listasafns Islands á ný. gerðar er konfektgerð í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Á næstunni er áformað að halda reglulegar myndlistarsýningar í Kaffistofunni og þessa dagana gefur þar að líta sýningu á verkum hins þekkta hollenska listamanns Bram van Velde. Kaffistofan er opin á sama tíma og safnið kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Samstarf gegn reyking- um barna og unglinga SPARISJÓÐURINN, Tóbaksvarna- nefnd, Samtök félagsmiðstöðva á Is- landi, Skífan og Stöð 2 hafa tekið höndum saman um að berjast gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun barna og unglinga. Burðarás átaksins er nýr reikning- ur hjá Sparisjóðnum - INNreikning- ur - en styrktaraðilarnir leggja sitt af mörkum með kynningu og ráðgjöf. Inntak átaksins er ef barn eða unglingur tekur ákvörðun um að nota ekki tóbak og einhver nákominn því styður þá ákvörðun með því að leggja tiltekna peningaupphæð reglulega á INNreikning í Spari- sjóðnum. Ungmennið og hinn full- orðni gera samning um þetta og standi sá fyrrnefndi við ákvörðun sína, eignast hann INNstæðuna á reikningnum. Innleggið getur verið mishátt, t.d. andvirði heils eða hálfs sígarettu- pakka á dag. Samningstíminn getur einnig verið mislangur en innstæðan, sem er verðtryggð, er þó alltaf bund- in í 5 ár. Vextir af reikningnum eru nú 6,35% og sé miðað við þá prósentu má t.d. nefna að sé samningur gerður við barnið þegar það er 12 ára um að leggja inn andvirði eins sígarettu- pakka á dag, verður INNstæðan 797.283 kr.eftir 5 ár. Foreldri eða vandamaður getur einnig byijað að leggja inn á INN- reikning snemma á ævi barnsins og gert við það samning þegar það hefur þroska til að skilja hvað í honum felst. Ákveði foreldrar þriggja ára barns að leggja inn andvirði eins pakka á dag þá á barnið 5,4 millj. kr. þegar það er orðið 23 ára. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.