Skírnir - 01.01.1885, Side 4
6
ALMENN TÍÐINDI.
ætlast. Ea um lán og lánsábyrgð? Sjálfsagt, segja Englend-
ingar. Tilsjá um tekjur og skatta, um borgun skulda og
leigna, um upphæð peningalánsins, ábyrgð á borgun skuldanna
fyrir hönd hlutaðeigandi ríkja — hvérjum skyldi þetta allt á
hendur falið, og fleira, Englendingum eða samnefnd stórveld-
anna? Af þeim spurningum og fleirum slíkum reis langvinn
samningaleitun með stjórnarforsetum og ráðherrum utanríkis-
málanna i Lundúnum og París, og langt og allhart þref i
frönskum og enskum blöðum. Loks þótti hvorumtveggju, sem
lítið stæði ókljáð sin á milli, og svo var kallað, að samkomu-
lag þeirra yrði undirstaða þeirrar gerðar, sem á fundinum
mundi ráðin, og svo lengi hefði verið eptir beðið. Erindrek-
arnir gengu á þann fund í Lundúnum 28. júní. Hjer kom það
brátt í )jós, að mart vildi á milli bera, og að stórveldin á
meginlandinu stóðu lieldur i gagnstöð móti Englendingum.
Með þvi að fundurinn varð að endileysu, leiðum vjer hjá oss
að geta um ymsar uppástungur, er fram komu, en á þeim
er erindreki Frakka bar fram og hinir studdu, þóttust jieir
kenna hvað helzt bjó undir, og það var: að gera fyrir einræði
Englendinga á Egiptalandi, eða reisa skorður við þvi sjerilagi,
að landið yrði svo á þeirra valdi, sem Kýprusey, eða Túrris á
valdi Frakka Allir sáu, að hjer yrði þó haidið áfram arf-
skiptum í búi Tyrkjans, og hver mun hafa með sjer hugsað:
»hvað skal þá næst á minn hlut koma?« Englendingar, þ. e.
að skilja stjórnin, hafðijafnan tekið þvi fjarri, að sjer hefðu slík
stórræði í hug komið, en blöðin tóku þó opt svo á málunum,
að hjer mundi bezt einurðinni að beita, og þau ljetu vel yfir
svo búnu, og að meginlandsríkjunum hefði ekki tekizt að koma
neinum höptum á stjórn þerrra eða tiltektir hennar á Egipta-
landi. Bæði Time.H og blöð Tórýmanna hafa iðulega borið
Gladstone á brýn, að hann hafi sýnt sig bæði linan og veilan
i egipzka málinu, og spáð um leið að hverju reka mundi;
Englendingar mundu um síðir sjá sjer þann einn kost fyrir
höndum, að taka landið undir sig og halda þar stjórnarforræði,
við hvern sem væri kappi að etja. Fundurinn hafði ekki spillt
málinu, en þeir Gladstone og Granville (ráðh. utanrikismál.)