Skírnir - 01.01.1885, Síða 46
48
ENGLAND.
langt kominn frá porti hennar, þegar þyrping manna þusti á
móti honum, og þar á hann að liafa verið lagður ígegn og
þegar fengið bana. Önnur saga segir, að þetta hafi að borið
í dyrum eða við þröskuld sjálfrar hallarinnar. það rættist svo,
-er hann jafnan hafði sagt, að sjer skvldi aldri lifandi komið í
hendur fjanda sinna. Wilson hjelt nú sem skjótast norður aptur
að Gubat, og komst undan með illan leik, því báðum skipun-
um hlekktist á, og annað þeirra lestist á klöpp, en þeir sem
á því voru urðu að bjarga sjer á bátunum. Sagt, að hvort-
tveggja hafi orðið fyrir svik leiðsögumannanna egipzku. Af
báðum skipshöfnunum fengu nokkrir menn bana eða áverka af
skeytum Arabasveitanna á fljótsbökkunum. Fyrir skipaliði Eng-
lendinga — eitthvað um 2000 mann i — var sá hershöfðingi
sem Earle hjet. f>að var um þessar mundir, eða í byrjun
febrúarmánaðar, komið upp i þá lykkju sem gerist á rennsli
Nílár hjerumbil 30 mílur í norður frá Berber, við ey sem hún
kvíslast á og Mógrat heitir. Á þeim stöðvum varð hörð viður-
eign með Englendingum og fjölskipaðri sveit Súdansmanna,
sem stóðu í góðu vígi eða á háum bakka við fljótið. Hjer
vildi svo illa til, að Earle var lostinn banaskoti, en svo lauk,
að áhlaupasveit hans felldi þá alla, er fyrir stóðu, eða keyrði
þá út í fljótið. Sá hershöfðingi heitir Brackenburg, sem tók
við forustu fyrir skipaliðinu eptir Earle. Englendingar höfðu
að vísu sýnt hreysti sina og vígþrótt og sigrazt á ofurefli i
nokkrum bardögum, en þvi gagni var ekki náð, sem til var
ætiazt. Engin af þeim borgum við Nílá — Berber, Matammeh,
Shendy, Khartum — unnin, en mikið skarð höggið í svo lít-
inn afla, sem hjer var til sóknar hafður. Hinsvegar höfðu
Englendingar komizt að raun um, að hjer sem eystra var við
harðfenga og vígsnara menn að berjast, og hitt eins sýnt og
sannað, að Móhammed Achmed, eða spámaðurinn, hafði bæði
mikinn her og góðan vopnakost. 1 borgunum við Níl hafði
hann drjúgar sveitir og víðar með fram og upp frá fljótinu, en
sagt, að hann hefði um sig ekki færra lið enn 30—50 þús-
undir manna, og að meðal foringja hans væru menn frá Evrópu
og margir úr her Egipta. Auk þeirra stórvopna, sem hann