Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 49
ENGLAND.
51
eignuð grein -- en almennt sagt, að hún væri af öðrum rituð —
sem stóð í »Fortnightly Rev.« i júniheptinu, en þar kennt, hverja
Englendingar ætti að gera sjer helzt holla. Hjer voru Frakkar
sjerilagi til neindir, þvi báðar þjóðirnar ættu á flestum stöðum
mart saman að sælda, og væri því betur, sem allt gengi i
samkomulagi og bróðerni. Höfundinum lágu ekki orðin svo
vel til þjóðverja, en hann rjeð til samkomulags við Rússa í
austræna málinu og í Asíu, og það var þetta sjerílagi, sem
vakti grun um, að greinin væri eptir Gladstone.
Kosningarlög Gladstones hin nýju urðu aðalmál þingsins
árið sem leið, og stóð um þau löng barátta, ekki að eins með
höfuðflokkunum á þinginu og með þingdeildunum, en á mál-
fundum um allt ríkið. það er auðvitað, að stórmenninu og
lendum mönnum Englendinga má mart í hug koma, þegar
þeim nýmælum er fram haldið, og þeir hljóti að vita á sig
hreggið, er lýðveldiskröfunum er svo undir fótinn gefið. Eptir
frumvarpinu var ráð fyrir gert, að tala kjósenda jykist um 2
millíónir, eða þeir yrðu 5 milliónir í stað þriggja. Tórýmönnum
likaði það verst, er hann lagði fyrst til umræðu útfærslu kosn-
ingarrjettarins, en nýmælin um kjördæmin eða þeirra endur-
skipun skyldu síðar fram borin, eða á eptir að hin væru fram
gengin. þeim þótti sem Gladstone vildi koma þeim í stilli.
Yrði kjörlýðurinn aukinn fyrst, þá væri Gladstone sjálfrátt að
slita þingi, ef þess þyrfti, og sækja sjer nægan þingafla til
þeirrar framgöngu á kjördæmamálinu, sem hann vildi hafa, eða
með öðrum orðum, hann vildi tryggja sjer hana fyrirfram, hafa
hjer tögl og hagldir. Lávarðadeildin tók hjer rögg á sig og
visaði nýmælunum aptur (9. júlí), en eptir það gerðist mesti
fundasveimur um allt land, og kölluðu Viggaliðar maklegt, að
lávörðunum hefndist fyrir djarfræði sitt; þeir hefðu skorað full-
trúadeildinni á hólm, og þeir mættu vita fyrir hverjum fólkið
hjeldi skildi. A sumum stórmótunum, höfðu menn i heitingum
við lávarðana, og báðu þá eiga við búið, að þjóðin tæki af
þeim löggjafarumboðið, ef þeir hefðu sig ekki i hófi, og var titt
við það komið, að deild þeirra væri í raun og veru óþarfari
en þeir hjeldu. i Lundúnum var mikill lýðfundur 21. júlí, og
4»