Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 60
62
ENGLAND.
Mannalát. 25. febrúar dó Thomas M iln e r-G ibso n,
einn af þeim fyrstu og kappsmestu forvígismönnum fyrir verzl-
unarfrelsi. Hann var fremstur í fylkingu, þegar barizt var fyrir
afnámi »kornlaganna,« sem svo nefndust, en Robert Peel fylgdi
til framgöngu. Hann komst i stjórn verzlunarmálanna í ráóa-
neyti Rússels (1847) og gekkst siðar fyrir' ymsum frjálslegum
nýmælum, t. d. afnámi pappírstoilsins, auk fl. Hann varð 77 ára
gamall. — 28 marz dó Leopold prins (hertoginn af
Albany), yngsti son Viktoríu drottningar, 31 árs að aldri.
Hann var þá í Cannes á Suðurfrakklandi, var talinn heldur
heilsutæpur maður, en þá þar þó margar gildisveizlur og há-
tiðir, sem honum voru haldnar. Einnar danshátíðarinnar skyldi
hann þá vitja, er hann hrasaði til falls í stiga og meiddist á
knjenu, en hafði orðið fyrir sama slysi áður. Sagt að þetta
hafi valdið æðarsprungu í heilanum, er leiddi hann skjótt til
bana. Kona hans var prinsessa frá Waldeck, systir Hollands-
drottningar. — Attræður að aldri dó Cowley lávarður 14.
júlí. Hann var bróðurson Wellingtons hertoga, og hefir víða
farið með erindi Englands erlendis, og það var hann, sem frá
öndverðu reri öllum árum að »sambandi vesturþjóðanna«
(Frakka og Englendinga) og átti mestan þátt í, að þær voru
lengi samhendar í flestum Evrópumálum. — 6. nóv. dó Henry
Fawcett, framhaldsmaður og ágætisskörungur í Viggaflokki
Hann varð 31 árs að aldri. Hann hafði stundað lögfræði og
varð prófessor i hagfræði við háskólann i Cambridge á þrítugs
aldri, þvi að þeim vísindum hafði hann snúið sjer með mestu
alúð og kappi, og í þeim eru eptir hann rit, sem eru enn i
góðum metum. 1865 komst hann á þing og stóð þar jafnan
meðal hinna ötulustu og harðvitugustu i andvígi móti Disraeli
(Beaconsfield) og öðrum skörungum Tórýmanna. Hann var
þingmaður Brigtonsmanna, en missti þingsæti sitt 1874. Rjett
á eptir náði hann kosningu i Lundúnum, í einu kjördæmi
verknaðarmanna, og var siðan þeirra öruggasti árnaðarmaður
á þinginu. jþegar Gladstone tók við forstöðu stjórnarinnar
1880, setti hann Fawcett yfir póstmálastjórnina, og hjer eru
framtaksemi og dugnaði þessa manns margar umbætur og