Skírnir - 01.01.1885, Side 61
ENGLAND.
63
framfarir eignaðar. þegar hann hafði fimm um tvitugt, rataði
hann í þá raun, að missa sjón á báðum augum af voðaskoti
(á veiðum), en kjarkur hans og þreklyndi var svo mikið, að
það stöðvaði hann alls ekki á framaleiðinni. Hann fjekk líka
þá konu, sem varð honum að sannkallaðri stoð i baráttu lífs-
ins; var honum samhend í iðkun hagfræðisvísinda og stóð
eins og hann sjálfur mjög frammi fyrir kosningarrjetti kvenna.
Hún hjet Milicent Garrett. Ast á öllu frelsi var Fawcett hjart-
gróin, og hvar sem hann stóð í forvígi þess, eða tók málstað
hinna fátæku og umkomulausu, eða beitti atgerfi sínu á móti
órjetti og kúgun, varð hann ávallt mótmælendum hinn harðasti
í horn að taka. En þegar fregnin um lát hans kom á þingið,
luku allir upp einum munni, að enska þjóðin ætti hjer bezta
manni á bak að sjá.
Vjer höfum á undan sagt lát Gordons, og hnýtum við
þenna þátt hinum helztu atriðum úr því, sem vjer höfum lesið
í æfiminningum sumra rita og blaða. Sá einkennisbragur og
æfintýrablær var á lífi og lund þessa manns, að á Norðurlönd-
um eða á Islandi mundi hafa gerzt af honum mikil saga á
sagnaöldunum, og ekki ólíkt að hann mundi kallaður hinn »við-
förli«, »hinn hugprúði« eða öðrum viðurnöfnum. Um Gordon
mátti með sanni segja, að hann kynni ekki að hræðast, og
mun það ávallt kappamark þykja, en þegar hjer til kemur frá-
b^er mannúð og ósjerplægni, óbifandi traust á handleizlu for-
sjónarinnar — já, tafnvel trú á innblæstri frá veröld æðri krapta
þegar úr vöndu skyldi ráða — er það svo eðlilegt, að engar
hvundagssögur mundu af slikum manni sagðar. Charles
George Gordon er fæddur í Woolwich 28. janúar 1833.
Faðir hans var hershöfðingi og kynjaður frá Skotlandi. 15 ára
gamall var Gordon settur til náms i hermannaskóla, og tvítugur
að aldri var hann kominn i fyrirliðatölu (i vigvjela og her-
virkjaliðinu). Fyrsta orrusta hans var á Krímey eða við
Sebastópól, og tóku menn þegar eptir framgöngu hans og fá-
dæma hugrekki. Eptir heimkomuna varð hann kennari við
hermannaskólann og bar kapteinsnafn þegar hann hafði sex um
tv'tugt. Hann var í her Englendinga, þegar þeir ásamt Frökk-