Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1885, Page 61

Skírnir - 01.01.1885, Page 61
ENGLAND. 63 framfarir eignaðar. þegar hann hafði fimm um tvitugt, rataði hann í þá raun, að missa sjón á báðum augum af voðaskoti (á veiðum), en kjarkur hans og þreklyndi var svo mikið, að það stöðvaði hann alls ekki á framaleiðinni. Hann fjekk líka þá konu, sem varð honum að sannkallaðri stoð i baráttu lífs- ins; var honum samhend í iðkun hagfræðisvísinda og stóð eins og hann sjálfur mjög frammi fyrir kosningarrjetti kvenna. Hún hjet Milicent Garrett. Ast á öllu frelsi var Fawcett hjart- gróin, og hvar sem hann stóð í forvígi þess, eða tók málstað hinna fátæku og umkomulausu, eða beitti atgerfi sínu á móti órjetti og kúgun, varð hann ávallt mótmælendum hinn harðasti í horn að taka. En þegar fregnin um lát hans kom á þingið, luku allir upp einum munni, að enska þjóðin ætti hjer bezta manni á bak að sjá. Vjer höfum á undan sagt lát Gordons, og hnýtum við þenna þátt hinum helztu atriðum úr því, sem vjer höfum lesið í æfiminningum sumra rita og blaða. Sá einkennisbragur og æfintýrablær var á lífi og lund þessa manns, að á Norðurlönd- um eða á Islandi mundi hafa gerzt af honum mikil saga á sagnaöldunum, og ekki ólíkt að hann mundi kallaður hinn »við- förli«, »hinn hugprúði« eða öðrum viðurnöfnum. Um Gordon mátti með sanni segja, að hann kynni ekki að hræðast, og mun það ávallt kappamark þykja, en þegar hjer til kemur frá- b^er mannúð og ósjerplægni, óbifandi traust á handleizlu for- sjónarinnar — já, tafnvel trú á innblæstri frá veröld æðri krapta þegar úr vöndu skyldi ráða — er það svo eðlilegt, að engar hvundagssögur mundu af slikum manni sagðar. Charles George Gordon er fæddur í Woolwich 28. janúar 1833. Faðir hans var hershöfðingi og kynjaður frá Skotlandi. 15 ára gamall var Gordon settur til náms i hermannaskóla, og tvítugur að aldri var hann kominn i fyrirliðatölu (i vigvjela og her- virkjaliðinu). Fyrsta orrusta hans var á Krímey eða við Sebastópól, og tóku menn þegar eptir framgöngu hans og fá- dæma hugrekki. Eptir heimkomuna varð hann kennari við hermannaskólann og bar kapteinsnafn þegar hann hafði sex um tv'tugt. Hann var í her Englendinga, þegar þeir ásamt Frökk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.