Skírnir - 01.01.1885, Page 78
80
FRAKKLAND.
og Tonkin búa hjerumbil 21 millíón manna, Menn reikna, að
ibúatalan í nýlendum Frakka í öðrum álfum hafi verið G mill.
fyrir 2 — B árum, en hún sje nú nærri 30.
Stundum virðist, sem Englendingum þyki nóg um framsólcn
Fralcka i öðrum heimsálfum, og að ekki sje laust við mótróður
af þeirra hálfu, t. d. á Madagaskar. »Skirnir« greindi frá því
í fyrra, hvað hjer vildi í bága fara, ogf hvernig Frakkar snerust
við til góðra málaloka. þó hvorugir hafi síðan fundið öðrum
neitt til saka á eyjunni, þykjast Frakkar vita, að það sje enskir
kristniboðar og fleiri þó, sem stappa stálinu í Hóva, höfuðkyn-
‘flokk eyjarinnar. Frakkar segjast reka hjer rjettar sins eptir ^
samningum, t. d. um verndarvald á útnorðurströndinni, þar
sem þeir tóku að sjer málstað hins höfuðkynsins, sem Sakalafar
nefnist, heimild á bólfestu, jarðeign og landlcaupum á eyjunni.
Hovar eru enn hinir æfustu við Frakka, vilja engum samningum
eða sáttum við þá taka, en verjast kröfum þeirra oddi eggju.
I sumar gerðu Frakkar tilraun til sáttaleita, en það kom fyrir f
ekki, og því hjeldu þeir sínu áfram og bönnuðu aðflutninga t
að höfnum þeirra, en sóttu sveitir þeirra og varnir á sumum
stöðum, sem við strönd liggja. Frökkum þykir í rauninni fyrir,
að þurfa að beita Hóva ofríki og sækja höfuðorg þeii;ra með
her, en sjá þó, að hjá því verður vart komizt, svo torsveigðir
sem þeir eru. Drottningin — Ranavólúmanjaka heitir hún —
er kristin og svo kallast þegnar hennar. Blöðin hermdu í
haust ávarp til fólksins. Upphaf þess var á þann hátt, sem
menn þekkja sjerílagi frá tímum Napóleons þriðja: »Jeg (
Ranav. fyrir náð Guðs og vilja þjóðarinnar drottning yfir,« og
svo frv. — Annars bregður mörgu öðru fyrir í ávarpsbrjefi
hennar, sem ber menjar af orðatiltækjum siðaðra þjóða. Til
nór>, og að henni sitja konur hans allar, 10 «eiginkonur* og 140
dansmeyjar. pá drekkur hann að jafnaði eina sjerríflösku, en þegar á
hann svífur, gerist hann svakalegur og mundi mart hroðalegt vinna,
ef eigi yrði við sjeð. Úrræðið er að færa honum ópíumspípuna, því
sú reyking svæíir hannn brátt og í því dái er hann borinn til beðjar.