Skírnir - 01.01.1885, Side 91
BELGÍA.
93
framfarir og lagabætur, kalia hinir apturfarir og spilling. Flokka-
baráttan í Belgiu er í stuttu máli að segja: stríð með kirkju
og ríki. A siðustu 14 árum hefir konungur haft þrisvar skipti
á sömu forustuskörungum flokkanna, þeir Malou og Frére-
Orban. 1870 varð hinn síðarnefnrli að þoka fyrir hinum, nú
i annað sinn í júní (í fyrra), en hafði þá verið við stjórnina
frá 1878. það sem flokkarnir hafa ákafast barizt um, eru
skólamálin eða uppfræðing alþýðunnar. Frére-Orban kom þeim
i nýja skipan 1879, og tók ráðin úr höndum klerkanna þeir
beittu hjer vopnum sínum hinum gömlu, synjuðu aflausnar, og
einn biskupinn (í Tournai) lagði í orði kveðnu hömlur á ákafa
biskupanna, en það komst upp, að hann spanaði þá upp undir
niðri. þessa klæki launaði stjórn konungs með því, að hún
kvaddi sendiboða hans á burt frá hirð páfans (1880). Frére-
Orban ætlaði hjer fullan sigur unninn og til skarar skriðið, og
þvi fórust honum svo orðin (1. des. 1880): «Menn segja til
mín, að páfavaldið muni standa lengi eptir minn dag. |>að
þykist jeg vel vita, en hitt veit jeg líka, að kirkjan vinnur það
aldri undir sig aptur, sem undan henni er gengið.» f>etta átti
þó ekki að rætast í Belgíu, sem nú er komið.
í Belgiu er helmingur fulltrúanna lcosinn annað hvert ár,
og í fyrra skyldi 69 kjósa. Osigur frelsismanna var hrapar-
legri, enn nokkrum hafði til hugar komið. Kjósa skyldi
í stað 29 manna af þeirra liði, 40 af hinna en klerkavinir náðu
öllum sætum hinna að tveimur undan skildum. Móti 53 frelsis-
mönnum stóðu nú 85 í hinna liði. Við kosningarnar til öld-
ungadeildarinnar unnust 9 atkvæði í lið frelsismanna, en þeir
eru þó hjer í minna hlula. Orsök til þess ósigurs er að
nokkru leyti talin sundurleitni eða flokkadeiling í fylkingu
frelsismanna, sjerilagi um útfærslu kosningarrjettar. Sá heitir
Jansson sem er fyrir þeim yztu vinstra megin, og þeir hafa viljað
löggleiða óbundinn kosningarrjett, eða láta ekki við annað miða
enn að menn væru læsir og skrifandi. Frére-Orban hefir ekki
viljað við þeim lögum hreifa, því hann hefir uggað, að það kæmi
beinast klerkavinum að haldi. Meira segja menn þó, að hitt
hafi ráðið við kosningarnar, er ráðaneytið hafði gert alþýðu