Skírnir - 01.01.1885, Side 92
94
BELGÍA.
manna óánægða með auknum álögum, en mikið þurfti fram að
leggja til hinna nýju skóla og svo til kastala og annara land-
varna, en til hvorugs spart á haldið. Ráðherrarnír sögðu þegar
af sjer, og Malou tók að sjer forstöðu hins nýja ráðaneytis
(17. júni). Sem vita mátti, neyttu klerkasinnar hið bráðasta
afls og valda til að rjetta hlut kirkjunnar. I ágúst var nýr er-
indreki kominn til páfans og snemma í september ný skóla-
skipun búin og boðuð, og þarf ekki það fram að taka, ^að þau
lög skutu uppfræðingu almúgans aptur undir tilsjón klerkdóms-
ins, en allt vandlegast hugað um tilsögnina í kristilegum fræð-
um. Klerkablöðin kölluðu hjer á rjetta leið snúið, og í einni
grein stjórnarblaðsins «Courrier de BruxeUes» voru mönnum
kennd svo kænleg rök: «Ríkislögin tryggja oss trúfrelsi og
hugsunarfrelsi, en ríkið misþyrmir þar frelsinu, ■ sem það berst
eitthvað það fyrir, sem fer beint á móti trú manna og sann-
færingu. J>að er ekki ríkinu heimilt að kenna nein fræði,
hvorki trú nje mælingarfræði, hvorki sögu nje heimspeki, Slíks
náms eiga þegnarnir rjett á að leita, þar sem þeim þyldr helzt
á kjósanda.» Síðan eru háskólar og margir aðrir fræðiskólar
nefndir, sem rikið hafi stofnað án rjettar og heimildar, og
sagt, að sá rjettur beri því eina valdi, sem Guð hafi til upp-
fræðingar og kennslu sett, en það sje heilög kirkja, því til
hennar hafi boðið hljómað: «Farið og kennið öllum þjóðum!»
9. ágúst komu 200 manna á fund í Bryssel, fulltrúar borga
og sveitaráða i Belgíu, allir af frelsisvina flokki. {>eim samdist
um mótmæli gegn skólalöguuum. Mikill sveimur og órói þá
daga i höfuðborginni, þó meira gerðist af síðar, bæði þar og
í öðrum borgum, einkum Gent og Antwerpen. Seinasta dag
mánaðarins hafði mikill fjöldi manna komið til Bryssel til pró-
sessíuhalds, eða einskonar lýðsuppkvæða móti skólalögunum
nýju, og voru 90,000 manna í þeirri skrúðgöngu. |>ann dag
gekk allt slysalaust og án friðarspella, en viku siðar varð
annað á bugi, er hinir ljeku þann leik eptir. Op og ólæti
mættu prósessíu þeirra á öllum strætum, skopmyndir og skripi
ljeku á línum (milii húsanna) yfir höfðum þeirra, og mart
annað til sltaprauna gert, áður til barsmiði kom og þeirrar