Skírnir - 01.01.1885, Síða 99
ÍÝZKALAND.
101
þjóð komin undir ægishjálminn. Allir þóttust eiga nokkru að
fagna: Austurriki þvi, að ítalir sættu sig við þau takmörk að
norðan, sem sett voru, þeir að sínu leyti, að Italia átti sjer nú
hauk í horni, þegar hún krefðist jafnaðarráða við Miðjarðarhaf
gagnvart öðrum — og þá Frökkum sjerílagi —, en Ungverjar
sáu, að sambandið við þýzkaland hafði þegar borið ávexti
þeim i hag, er Berlinarsáttmálinn hafði bæði aukið landsmegin
Ungverjalands og slagbrandað Rússum leið suður á Balkan-
skaga, þeim fjöndutn, sem lögðu það aptur i fjötra Austurríkis
1849. Hjer áttu svo ymsir þjóðverjum gott upp að inna —
ítalir^ekki minnst, er fyr hefði mátt á minna, eða fullnað ein-
ingar sinnar eptir sigursæli Prússa 1866 og 1870—71 —, en
hvað skal um hina segja, sem voru utanveltu, fyrir utan sam-
bandið, Rússa, Frakka og Englendinga? þjóðverjar geta bæði
sagt og sannað, að þeir vilji nú lifa við alla í sátt og samlyndi,
og að friðarfaðmurinn standi öllum opinn, sem til bandalags
við þá vilja hneigjast. Vjer höfum (í fyrra kafla þessa rits)
nefnt keisarafundinn í Skiernevice á Póllandi (15.' sept.). Allir
vita, að hann komst á að undirlagi Bismarcks og fyrir umtölur
hans fyrir Kolnoky, kansellera Jósefs keisara, og erindrekum
Rússa, Dolgórúkí og Orloff (aldavin Bismarcks). Að því helzt
má skilja af sögnum blaða, var hjer ekki nýtt samband gert,
en vináttuþel með öllum vakið, og samkomulagi náð um þau
mál, sem helzt höfðu orðið og máttu enn verða að áskilnaði;
t. d. um horfið til málanna í Balkanslöndunum. Enn fremur
mun hitt hafa verið einkamálum bundið, að beinast til rnóti
byitingaráðum og illræðasamtökum, þar sem hverir mættu aðra
styðja. Samkomulagið við Rússland vottaði Konoky í ræðu
fyrir «delegazíón (ríkisdeildarnefnd)» vesturdeildarinnar (5. nóv.),
er hann sagði, að fundurinn í Skiernevice hefði gert hlutaðeig-
andi ríki fús á, að jafna það allt sem jafna þyrfti þar eystra
í friði og með góðvilja, en slíkt væri öllum fyrir beztu, þjóða-
friðinum til tryggingar, og honum vildu keisararnir allir uppi
halda. Vilhjálmur keisari tjáði í þingsetningarræðu sinni (20.
nóv.) fögnuð sinn, að fundamótið í Skiernevice hefði «inn-
siglað» vináttuna við frændur sína og nágranna á Rússlandi