Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 112
114
ÞÝZKALAND.
og drakk þar minni Rússakeisara með hjartnæmilegum um-
mælum. Hann gaf hverjum hermannanna gullúr, og öllum
samt 1000 rúflur til að kaupa minjagripi frá Berlín handa
skyldmennum þeirra.
Ibúarnir í Elsas og Lothringen eiga eins bágt með og að
undanförnu að þýðast tengslin við þýzkaland, og þetta vottað-
ist enn við kosningarnar síðustu, er allir hinir fyrri þingmenn
voru endurkjörnir, en eru af mótmælaflokkinum gegn aðskiln-
aðirlum við Frakkland. I fylkjunum halda enn vistum eitthvað
um 15,000 franskra manna, sem kusu franskan þegnskap, og
er ekki við þá amazt. En þjóðverjar vilja nú gera fyrir, að
því fólki fjölgi um of, og því hefir landstjórinn, Manteuffell frí-
herra, skipað svo fyrir, að ungum mönnum, sem komnir eru á
18. árið, skuli þeir kostir gerðir, að ganga í þjónustu i her
þýzlcalands, en fara ella af landi burt.’ jþó skal þeim leyft að
heimsækja foreldra sína og dvelja hjá þeim í tvær eða þrjár
vikur. Vilji þeir menn, sem þegar hafa yfirgefið átthaga sína
— og þeir eru margir, einkum ríkra og eðalborinna manna
synir — vitja þeirra aptur, verður þeim undir eins vísað úr
landi, nema þeir gegni varnarskyldu sinni undir merkjum þjóð-
verja.
það virðist sem þjóðverjar fari vægara að í Elsass og
Lothringen enn í Sljesvík, Hjer eru þeir vandlátir og harðir
í horn að taka; •— uþpvægir, ef þeir sjá danska merkisdulu,
eða heyra danskan söng sunginn út um opinn glugga. í fyrra
sumar fóru 300 danskra stúlkna frá Sljesvík skemmtiför til
hinna dönsku eyja og til Kaupmannahafnar. þegar þær komu
heim aptur höfðu sumar með sjer danska merkibleðla eða
önnur þjóðlitatákn danskra manna. Fyrir þetta urðu þær að
sæta útlátum, en selja það allt af hendi, sem hneyxlaði yfir-
völdin þýzku. Einn Sljesvíkingur hefir dregið svo mörg dæmi
saman um kúgunaraðferð jþjóðverja i Sljesvík, að marga mundi
furða á, að svo skuli enn vera títt hjá öðrum þjóðum enn
Rússum eða þeirra nótum. Um aðferð þjóðverja við danskt
fólk í Sljesvík kom aðsend grein í blaðið Times frá Kaup-
mannahöfn, eða frá frjettaritara þess blaðs. Blöð jbjóðverja