Skírnir - 01.01.1885, Side 113
ÞÝZKALAND.
115
áttu ekki við að bera neitt aptur, en svöruðu bríxlum til Eng-
lendinga, og báðu þá minnast heldur á atferli sitt á Irlandi. I
niðurlagi greinar í «Algem. Deutsche Zeitung» stóð þó, að vand-
kvæðunum í Sljesvík mundi lengi erfitt burt að rýma, en með
tímanum mundi það þó svo vinnast, að hvorutveggju viidu við
sæma. Huggun að vísu, en sumum leikur grunur á, að sú
hugsun felist hjer undir, sem þjóðverjar láta opt í ljósi:
«|>egar við höfum þýzkað það sem vjer viljum, hætta öll harma-
kvein, og allir verða sáttir!»
Vilhjálmur Brúnsvikurhertogi andaðist i október, og hefir
síðan það hásæti verið ósetið, en erfingi þess er hertoginn af
Cumberlandi, mágur konungs vors. Flestum mun kunnugt, að
hertoginn er í ósætti við Prússaveldi, því Prússakonungur rak
föður hans frá ríki, og Hannover var eitt af löndunum klófestu.
Prússar hafa og í höndum Welfagózin, stórmikið fje, og þó
þeir hafi boðið hertoganum millíónirnar til ríkisafsölu og sætta,
hefir hann engum boðum viljað taka. 1 einhverri samningaleitan
hefir staðið með honum og keisaranum, eða stjórn hans, og sagt
að sumir höfðingjar þjóðverja (t. d. Saxakonungur) hafi hlutazt
til fyrir hönd hertogans, en fiestir efast um að svo stöddu, að
til nokkurs komi. «Norddeutsche Allg. Zeitung» (blað Bismarcks)
gerði einu sinni grein fyrir horfi málsins, og taldi það þýzka-
landi ógjörlegt með öllu að setja annan eins «alríkisfjanda» á
veldisstól i Brúnsvik, og hertoginn væri. Annars vissu allir,
að forlög hertogadæmisins væru komin undir sambandsráði
þjóðverja. Góð leiðarvísan! því nú vita menn, hvað Bismarck
leggur til, ef svo skyldi fara, að sambandsráðið fyndi ekki
annað úrræði, enn að koma hertogadæminu fyrir innan endi-
merkja Prússaveldis.
Mannalát. Vjer getum þessara manna: 5. janúar dó
(í Newyork) Eduard Lasker, fyrrum einn af ágæsustu þing-
skörungum þjóðverja, bæði á þingi Prússa og á alríkisisþinginu.
Lasker var frá Posen, og Gyðingur að kyni, f. 1829. Hann
stundaði lögfræði i Berlin, en fór síðan til Englands, og kynnti
sjer vel löggjöf Englendinga. þegar hann kom aptur til Ber-
línar, fjekk hann dómaraembætti við einn dóm borgarinnar"
8*