Skírnir - 01.01.1885, Side 145
DANMÖRK.
147
Sophus Heegaard, prófessor við háskolann í Kmh., eptir
langvinnan heilsulasleik, og komst ekki meir enn á 50ta árið.
Hann hneigðist fyrst að náttúruvisindum, en kaus þó guðfræð-
ina að námsgrein, en að kalla má með hálfum huga. Eptir
próf í guðræði, hvarf hann um tima að stjörnuvísindum, en
eptir kyrmingu við Rasmus Nieisen gaf sig allan við heimspeki,
og vann í þeim íræðum dolctorsnafn 1861. R. Nielsen fylgdi
hann ekki lengi, en gerðist honutn heldur móthverfur, þegar
fram sótti. f>ó Heegaard hyrfi og frá Hegei, ryfi af sjer hans
kongulóarvef, og sneri heldur að heimspeki Englendinga (Her-
bert Speneer, Stuart Mill)} mátti skynja af ritum hans og fyrir-
lestrum, að Kant var öðrum fremur hans leiðarstjarna. Af
heimspekilegum ritum hans skal nefna: «Den rationelle Ethik
(siðafræði á undirstöðu skynseminnar)», «Professor Basmus
Nielsens Lœre om Tro oq Videm og nFormel Logik (lög dóma
og ályktana)». Eitt höfuðrit hans er «0m Opdragelíie (uppeldi
.og menntun)» og i viðbæti rekur hann feril framfaranna, hvað
uppeldi og kennslu snertir frá fyrstu menningaröldum þjóðanna
til vorra tíma. Enn fremur eru eptir Heegaard nokkrar skáld-
sögur, sem vel hafa verið þegnar, og bera blæ af sögum
Charles Dickens. Heegaard rataði i ymsar raunir síðustu árin
auk þess að hann missti heilsuna, og var opt þungt haldinn.
þessu eigna menn þá játning hans, sem kom i formála bókar-
innar um uppeldið, þegar hún var prentuð i annað sinn. Hann
segir þar, að hann hafi leitað hjálpar, styrks og hælis í storm-
um og myrkri mótgangs og rauna, en hvergi neitt fundið nema
i einfaldri kristinni trú. Hann ræður öllum, er i líkt rata, að
gera að sínu dæmi, og þó helzt áður en í nauðirnar rekur. —
«Ekki að marka!» segja margir, xhugurinn hefir verið veikl-
aður». Svo kann að vera, en benda má þó á orð Heines:
«Maðurinn sjúki er maðurinn sanni». — 22. april dó eptir
langar þjáningar frægur vísindamaður í dýrafræðum, J. C.
Schiödte, prófessór, kennari i þeim visindum við háskólann,
og umsjónarmaður við dýrasöfnin. Eptir hann eru mörg ágætis-
rit, sjerílagi um skorltvikindi. Hann varð 69 ára gamall. —
20. maí dó, 54 ára að aldri, Johan Keller, prófessor að