Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 163
AMERÍKA.
165
Svo rösklega gengur með borgun ríkisskuldanna, að allt verður
upp goldið, að 14 árum liðnum.
I byrjun aprílmánaðar gerðust miklar róstur í borginni
Cincinnati. f>að bar svo til að borgarmenn höfðu lengi hneyxl-
azt á dómum og á aðferð yfirvaldanna, sem hegningar voru
látnar niður koma á morðingjum og stórbrotamönnum. |>að
er sagt, að hjer hafi einn morðingi verið látinn aftöku sæta
síðan 1866, og hafi þó margir til morðverkanna þar orðið.
Sumum var hleypt undan með öllu, sumum settar linar hegn-
ingar — meðan varðhöldin hjeldu þeirn — en auðvitað, hvað
hjer kom á móti vægðinni. Nú gramdist fólkinu, að þeim
manni, sem hafði annan myrt til fjár, var dæmt að eins 20
ára varðhald. Menn þyrptust saman, þyrpingin varð að mál-
fundi, og þeim kom saman um að heyja vargadóm, þ. e. að
skilja: sækja bandingjann í hendur yfirvaldanna og hegna hon-
um að maklegleikum. Yfirvöldin skutu undan hinum dæmda
manni, en sóknin af hálfu lýðsins harðnaði við það, svo að í
bardaga sló með löggæzluliðinu, og eldi var hleypt i bæði
dómhúsið og sumt annað stórhýsi borgarinnar, eða þau urðu
lest með öðru móti. Eptir það, að herlið var heimt ffá öðr-
um borgum tókst að bæla ófriðinn niður, en hjer voru mikil
spell orðin, dómhúsið næstum í eyði, og eigi færri enn 50
manna höfðu lífið látið, enn 100 lemstrazt. þeim dómi var
víðast lokið á þenna atburð, að hann sýndi hvað af því lifði
eptir hjá fólkinu, sem yfirvöldin hefðu tapað fyrir löngu.
Mörgum lesendum «Skírnis» mun þegar nokkuð kunnugt
af íslenzkum blöðum um norðursiglingu Greelys (fyrirliða í sjó-
her bandarikjanna), og í hverjar mannraunir hann og menn
hans rötuðu. Vjer verðum yfir allt stuttlega að fara. Menn
þóttust fyrir löngu vita, að honum mundi hafa hlekkzt á, og
þvi voru ymsar eptirleitir gerðar, en síðasta tilraunin tókst.
22. júní fundust 7 menn lifandi af 25, og meðal þeirra foring-
inn, við Smith-sund nálægt höfða, sem Cap Sabine er nefndur.
Allir þá að dauða komnir af hungri og kulda. Greely hafði
lagt upp í Smith-sund í ágúst 1881, og hann segist hafa
komizt lengra norður enn nokkur annar fyr. Skip hans (Prot-