Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 11

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 11
Endurminningar. 299 Eg kraup niður við kistu, sem stóð á gólflnu út við vegginn, hallaði mér fram á hana, vafði handleggjunum um höfuð mér og grét. — Grét, unz eg gat ekki grátið lengur. i __________ Næsta haust reri Sigurður eins og hann var vanur. Báturinn, sem hann var á, fórst, og allirj mennirnir druknuðu. Sum líkin rak, en lík Sigurðar rak aldrei. Þegar eg frétti lát hans, var eins og eg vaknaði af dvala. Það var eins og eg hrykki upp úr örvæntingarleiðslunni, sem eg hafði sökt mér niður í þetta hálft annað ár, er eg hafði dvalið í Gröf. Eg tók að fella annan hug til fólksins í Seli, en eg hafði áður gert. Eg hafði talið mér trú um að það hlyti að vera vont fólk. Að það mundi alt vera mér illviljað, og að það væri allsendis eðlilegt, að eg bæri kaldan hug til þess. Sérstaklega til Guðrúnar. En nú fór eg smám saman að gera mér betur og betur grein fyrir, að allar þessar getsakir mínar væru alveg ástæðulausar. Mig fór að langa til að bæta fyrir þær. Aðeins að eg gæti það! Ástæðurnar í Seli voru erfiðar. Gömlu hjónin voru bláfátæk og lasburða. Guðrún hafði legið í rúminu siðan seint um sumarið. Hvað mig langaði til að hjálpa þeim eitthvað! En eg fann, að eg gat svo sáralítið. Eg vissi að gömlu hjónin voru í vinnukonuvandræð- um, af því að Guðrún lá alt af. Mig langaði til að bjóða þeim að fara til þeirra og vinna hjá þeim. Mig langaði til að hjúkra Guðrúnu, og hlynna að barninu hennar og Sigurðar. Og hvern sunnudaginn af öðrum var eg komin á flugstig með að fara út eftir í þessum erindagerðum. En alt af var eitthvað, sem aftraði mér. Þó vistaði eg mig hvergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.