Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 62

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 62
350 Að verða úti. una í líkamanum og stuðlar að hitaútgufuninni úr líkam- anum með því að þenja út hörundsæðarnar, en við það kólnar blóðið fljótara enn ella. Það er af þessu auðskilið, að ekki gefur verra vegnesti í kulda en áfengi. Ef logn er og stillur, verðum vér ekki varir við óþægi- leg áhrif af kuldanum, þó hann aukist mjög, ef vér erum nokkurn veginn vel klæddir. öðru máli er að gegna, ef veður er óstöðugt og vindasamt. Þá næðir kuldinn i gegn og nístir hörundið, jafnvel þó frostið sé harla lítið. Þur kuldi þolist miklu betur en rakur, þó frost sé meira að stigatölu. I votum snjó er t. d. miklu hættara við kali en í þurrum skafrenningssnjó. Sömuleiðis er mjög kalt vatn óhollara enn klakinn sjálfur. Þeim sem vaða í vatni eða krapa, sem er 0° C. og er að byrja að frjósa, er mjög hætt við kali. Hinsvegar er jafnkaldur snjór því nær meinlaus, þar eð hann er vondur hitaleíðari og legst ekki að hörundinu eins og vatnið. Hér á landi er frostið sjaldan mjög mikið, þegar menn verða úti; að líkindum sjaldan meira en kringum 10° C. Þegar stórhríð skellur á, dregur vanalega úr frostinu, og vex það eigi aftur fyr en birtir upp á ný, en eins og áður er um getið, er það einmitt í dimmviðrinu, sem menn verða úti. Hvernig dauðdagi er það, að »verða úti« ? Góður eða illur? Þeir sem komist hafa næst því að verða úti, en hafa bjargast þegar þeir voru aðfram komnir, segja svo frá — og þeim ber öllum saman um það, sem eg veit sögur af — að þeim hafi virzt dauðdagi sá mundi vera hinn blíð- asti.— I bókinni »Om Döden« eftir líflækni konungs, próf. Bloch, er áreiðanleg saga af manni, sem var kominn nærri því að verða úti. Hann segir svo frá: »Eg var ásamt nokkrum kunningjum minum á ferð í grimdarfrosti langt frá manna bygðum. Smátt og smátt urðum við mjög þreyttir af göngunni, en fundum litið til kuldans. Við settumst þá niður til að hvíla okkur, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.