Skírnir - 01.12.1909, Síða 62
350
Að verða úti.
una í líkamanum og stuðlar að hitaútgufuninni úr líkam-
anum með því að þenja út hörundsæðarnar, en við það
kólnar blóðið fljótara enn ella. Það er af þessu auðskilið,
að ekki gefur verra vegnesti í kulda en áfengi.
Ef logn er og stillur, verðum vér ekki varir við óþægi-
leg áhrif af kuldanum, þó hann aukist mjög, ef vér erum
nokkurn veginn vel klæddir. öðru máli er að gegna, ef
veður er óstöðugt og vindasamt. Þá næðir kuldinn i
gegn og nístir hörundið, jafnvel þó frostið sé harla lítið.
Þur kuldi þolist miklu betur en rakur, þó frost sé meira
að stigatölu. I votum snjó er t. d. miklu hættara við kali
en í þurrum skafrenningssnjó. Sömuleiðis er mjög kalt
vatn óhollara enn klakinn sjálfur. Þeim sem vaða í vatni
eða krapa, sem er 0° C. og er að byrja að frjósa, er mjög
hætt við kali. Hinsvegar er jafnkaldur snjór því nær
meinlaus, þar eð hann er vondur hitaleíðari og legst ekki
að hörundinu eins og vatnið.
Hér á landi er frostið sjaldan mjög mikið, þegar menn
verða úti; að líkindum sjaldan meira en kringum 10° C.
Þegar stórhríð skellur á, dregur vanalega úr frostinu, og
vex það eigi aftur fyr en birtir upp á ný, en eins og
áður er um getið, er það einmitt í dimmviðrinu, sem menn
verða úti.
Hvernig dauðdagi er það, að »verða úti« ?
Góður eða illur?
Þeir sem komist hafa næst því að verða úti, en hafa
bjargast þegar þeir voru aðfram komnir, segja svo frá —
og þeim ber öllum saman um það, sem eg veit sögur af
— að þeim hafi virzt dauðdagi sá mundi vera hinn blíð-
asti.— I bókinni »Om Döden« eftir líflækni konungs, próf.
Bloch, er áreiðanleg saga af manni, sem var kominn nærri
því að verða úti. Hann segir svo frá:
»Eg var ásamt nokkrum kunningjum minum á ferð í
grimdarfrosti langt frá manna bygðum. Smátt og smátt
urðum við mjög þreyttir af göngunni, en fundum litið til
kuldans. Við settumst þá niður til að hvíla okkur, en