Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 17
Endurminningar
305
Eg starði eftir geislunum. Þeir liðu upp eftir hæðinni,
færðust titrandi stall af stalli upp á blábrúnina og vöfðu
liana hjúp sínum örstutta stund.
Síðan hurfu þeir, en rauðan glampa bar á himininn
upp vfir hæðinni.
Þá stóð eg upp og fór heim.
Eftir þetta kom eg oft að Seli um veturinn, og um
vorið fór eg þangað alfarin.
Guðrún lifði að eins fáa daga, eftir að eg kom. Eg
hjúkraði henni eins vcl og eg gat, og síðustu næturnar
vakti eg yfir henni.
Sigvalda litla tók eg að mér, þegar eg kom þangað.
Eg vann hjá gömlu hjónunum, meðan þau lifðu. En eft-
ir lát þeirra vann eg fyrir mér og fóstursyni mínum, hér
og hvar, þar sem bezt gegndi.
Eg var við heyvinnu á sumrum, en ullarvinnu á
vetrum. Sigvaldi litli fylgdi mér, bæði vetur og sumar.
Þegar hann var orðinn stálpaður, gætti hann fjár á sumr-
um, þar sem eg var.
Eg kendi honum að lesa og að draga til stafs. En
tvo síðustu veturna, áður en hann var fermdur, kom eg
honum fyrir í kenslu hjá sóknarprestinum. Mig langaði
til að hann yrði ekki ver að sér en efnaðri bændabörn-
in, sem áttu að fermast með honum.
Fermingardaginn stóð Sigvaldi efstur af drengjunum.
Og eftir messuna sagði presturinn við mig, er eg greiddi
honum fermingargjaldið, og þakkaði honum fyrir Sigvalda:
— Eg óska yður innilega til hamingju með hann
fósturson yðar, Ingveldur mín. Eg hef aldrei fermt gáf-
aðri ungling, og — það sem meira er um vert — aldrei
betri dreng.
Það eru nú liðin mörg, mörg ár síðan. Sigvaldi er
löngu kvæntur, og býr góðu búi.
Eg er hjá honum.
20