Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 88
378
Erlend tíðindi.
var hvatamaður að ófriðnum við Kína og Kóreu og studdi síðast
að styrjöldinni við Rússa.
Svíþjóð- Þar varð verkfallið mikla bæði lengra og harðvít-
ugra en nokkurn mann hafði grunað og langgeigvænlegast allra
verkfalla sem orðið hafa á Norðurlöndum. Þar gekk alt í sömu
vandræðunum fram undir septemberlok.
Cederborg, sáttasemjari, sem stjórnin hafði skipað í þetta stór-
mál, gerði hverja tilraunina á fætur annari til að koma sættum á
og var svo komíð síðast í september, að verkmenn gengn að sátta-
frumvarpi hans óskorað, en verkkaupendur heimtuðu, að þeir mættu
einir ráða verkaskilyrðum og vinnutíma og landsfélag verkmanna
skyldi bera alla ábyrgð á öllum misklíðum, sem kæmu upp milli
einstakra manna eða félaga og verkkaupenda, þó landsfélagið ætti
engan þátt í þeim. Hér var auðsénn tilgangurinn, að kyrkja allan
félagsskap meðal verkmanna og drepa landsfólag þeirra með öllu.
Að þessu gátu verkmenn með engu móti gengið og tóku það
fangaráð, að leyfa verkmönnum að ganga úr /msum fólögum sín
um, svo þau eyddust ekki með öllu og þyrftu ekki að ganga að sjálfs-
morði, og var þá ráðið að halda að eins áfram hjá þeim verkfallinu
mönnum, sem fyrst höfðu rekið fólkið burt og urðu með því eftir um
40 þús. sem hóldu verkfallinu áfram. Fleirum treystu verkmenn sór
ekki til að sjá fyrir mat, en með þessu ráði unnu þeir það á, að
fólagsréttur þeirra var að síðu3tu viðurkendur og að alt skyldi
standa við sama og áður styrjoldin hófst. Verksmiðjueigendur og
eignamenn höfðu því alls engu náð af því, sem þeir höfðu ætlað
sér með burtrekstri sínum.
En tjón beggja aðila var gífurlegt og ríkisins þó mest. Sem
dæmi má nefna að útfluttar vörur voru 18 milj. minni í ágústmán-
uði einum nú en í fyrra, en svo margt veikmanna og iðnaðar
streymdi burt af landinu, að öllum ofbauð, jafnvel auðmönnunum,
og var búið að skjóta saman á annað hundrað þúsund til varnar
því, þegar síðast fréttist. Það eitt barg verkmönnum, að verk-
mannafélög nærri allrar álfunnar stóðu með þeim til enda. Af
Þ/zkalandi kom þeim t. a. m. 1 milj. og 200 þús. kr„ af Dan-
mörku 550 þús. og Noregi hálf miljón kr. Tyrkir og Grikkir voru
einir þjóða, sem ekkert sendu.
Það þóttu tíðindi að hæstidómur Svía dæmdi Weckse, pró-
fessori við Lundarháskóla, tveggja mánaða fangelsi fyrir það, að