Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 72
360
Að verða úti.
an fatnað og sé maður þreyttur, svefnlaus eða svangur
getur það fyrir komið að kuldi sæki á hendur eða fæturr
en þá er að fara af baki og berja sér, eða ganga spölkorn.
Fyrir fótgangandi menn eða ef farið er á skíðum er
þessi útbúnaður of þungur og heitur. Nægir þá að vera
í einum jakka, einum utanyfirbuxum og ef til vill einum
skóm — selskinnskóm með ristarböndum, yfir reiðsokkun-
um -— en að öðru leyti vera klæddur á sama hátt.
Sé veður gott þegar lagt er af stað, hættir mörgum
við að klæða sig í flaustri, en enginn ætti að láta sig
muna um að hafa í töskuhorni mývatnshettuna með sér
og vetlinga og sokka til vara þegar löng leið er fyrir
hendi, því þetta þrent má telja nauðsynlegustu plöggin
ef stórhríð dynur yfir.
Með þessum línum vildi eg öðru fremur vekja athyglí
á mývatnshettunni sem eg tel vera sérstaklega hentugan
höfuðfatnað í stórhríðum, og gjöri eg það þess heldur sem
hettan er altoí lítt kunn og sjaldséð annarstaðar en i
Þingeyjarsýslu (og ef til vill Múlasýslum).
Hvað stórhríðarútbúnað kvenfólks snertir, þá er í
stuttu máli uin hann að segja, að kvenfólki er hollast að
búa sig öldungis á sama hátt og karlmenn. Vilji það
endilega vera í pilsi, þá sakar auðvitað ekki að vera í
stuttpilsi, en ekki má það ná lengra niður en að hnjám.
Pilsin eru skjóllítil og vefjast einungis fyrir fótunum i
storminum, öldungis eins og síðfrakkar karlmanua, sem
eg tel mjög óhentugar yfirhafnir og engu skjólbetri en
treyjur úr þykku efni.
Til skamms tíma var það siður sveitastúlkna sem
þurftu að gegna skepnum á veturna, að hábinda sig —
sem kallað var — í stórhríðum. Habindiugin var fólgin
í því að snæri eða reipi var brugðið undir pilsfaldinri og
með því dregið upp pilsið milli fótanna svo það líktist
víðum stuttbuxum, en bandið fest um mittið. Síðan voru
pilsskálmarnar reyrðar með sokkaböndum að fótunum svo
að ekki næddi uppeftir. Þetta var skjólgóður útbúnaður,
en stirður til hreyfinga. —Mér er fyrir barnsminni hvern-