Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 16

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 16
304 Endurminningar. — Þú ætlar að koma á sunnudaginn. Þá læt eg skíra drenginn? hvíslaði Guðrún um leið og eg kvaddi hana. Eg játti því. Þóra fylgdi mér fram í bæjardyrnar. — Eg kem þá til ykkar, þegar eg losna frá Gröf, sagði eg við hana, á ieiðinni fram. — Eg get aldrei fullþakkað þér þetta, en eg veit, að guð launar þér, sagði Þóra lágt, og kysti mig að skilnaði. Eg gekk hægt heim og hugsaði um ásetning minn. Eg fastréð að slá ekki hendi af drengnum hans Sigiurð- ar, fyr en hann gæti farið að sjá um sig sjálfur. Eg ætlaði mér að hjúkra Guðrúnu eins vel og eg gæti, og gerast fyrirvinna hjá gömlu hjónunum. Og mér fanst eins og þungu oki væri létt af sál minni, og nýr heimur og nýtt líf blasa við mér. Eg gleymdi raunum mínum og vonbrigðum. Mér fanst lífið svo óumræðilega unaðsríkt og bjart, og barns- leg gleði fylti hug mínn. Eg hafði ekki verið jafn-glöð mörg ár. Fyrir neðan Grafarbæinn var hóll. Eg fleygði mér niður í hólbrekkuna í hvarfi við bæinn, og lá þar dálitla stund. Siðustu árin hafði eg oft ásakað guð í hjarta mínu, fyrir það að hann hefði látið mig verða til. Nú þakkaði eg honum fyrir líf mitt fram á þenna dag, og bað hann að lofa mér að lifa miklu lengur, og veita mér náð til að framfylgja ásetning mínum. Sólin var að ganga undir bak við hæðina fyrir utan bæinn. Síðustu geislarnir glitruðu á hjarninu i kringum mig. Þeir færðust smámsaman frá mér, og skugga sló á brekkuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.