Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 16

Skírnir - 01.12.1909, Page 16
304 Endurminningar. — Þú ætlar að koma á sunnudaginn. Þá læt eg skíra drenginn? hvíslaði Guðrún um leið og eg kvaddi hana. Eg játti því. Þóra fylgdi mér fram í bæjardyrnar. — Eg kem þá til ykkar, þegar eg losna frá Gröf, sagði eg við hana, á ieiðinni fram. — Eg get aldrei fullþakkað þér þetta, en eg veit, að guð launar þér, sagði Þóra lágt, og kysti mig að skilnaði. Eg gekk hægt heim og hugsaði um ásetning minn. Eg fastréð að slá ekki hendi af drengnum hans Sigiurð- ar, fyr en hann gæti farið að sjá um sig sjálfur. Eg ætlaði mér að hjúkra Guðrúnu eins vel og eg gæti, og gerast fyrirvinna hjá gömlu hjónunum. Og mér fanst eins og þungu oki væri létt af sál minni, og nýr heimur og nýtt líf blasa við mér. Eg gleymdi raunum mínum og vonbrigðum. Mér fanst lífið svo óumræðilega unaðsríkt og bjart, og barns- leg gleði fylti hug mínn. Eg hafði ekki verið jafn-glöð mörg ár. Fyrir neðan Grafarbæinn var hóll. Eg fleygði mér niður í hólbrekkuna í hvarfi við bæinn, og lá þar dálitla stund. Siðustu árin hafði eg oft ásakað guð í hjarta mínu, fyrir það að hann hefði látið mig verða til. Nú þakkaði eg honum fyrir líf mitt fram á þenna dag, og bað hann að lofa mér að lifa miklu lengur, og veita mér náð til að framfylgja ásetning mínum. Sólin var að ganga undir bak við hæðina fyrir utan bæinn. Síðustu geislarnir glitruðu á hjarninu i kringum mig. Þeir færðust smámsaman frá mér, og skugga sló á brekkuna.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.