Skírnir - 01.01.1913, Side 7
Jón Borgfirðingur.
7
miður um það gefið, að haun iðkaði bóklestur, og þótt það
ef til vill draga áhuga hans frá vinnunni, enda var hann
aldrei hneigður fyrir vinnu, og sízt skepnuhirðing á vetr-
um, að því er hann sjálfur segir. Réði hann loks af að
verða laus úr vist vorið 1852 og vinna síðan í kaupamensku
um sláttinn, svo hann kæmist af næsta vetur. Fluttist
hann þá til Reykjavíkur um haustið, því þangað stóð allur
hugurinn í bækurnar og mentunina.
Veturinn eftir kyntist hann Jóni Arnasyni stúdent, er
seinna varð landsbókavörður, og fekk nokkra tilsögn hjá
honurn, án þess að hann gerði rerkning fyrir; urðu þeir
brátt góðkunnugir, og fekk Jón Borgfirðingur að nokkru
endurgoldið nafna sínum síðar, er hann fór að gefa út
Þjóðsögur sínar,' með því að safna fyrir hann þjóðsögum
og munnmælum. Jón Borgfirðingur mun í fyrstu hafa gert
sér hálft í hverju von um að geta kornist í skóla og gengið
mentaveginn, en sá þó brátt að þess var enginn kostur
bæði sakir aldurs og örbirgðar, því hann var 27 ára gam-
all og átti engan að, og mun tilsögn Jóns Arnasonar þá
um veturinn hafa verið einasta kenslan, sem hann naut
um æfina. Hvarf hann því frá þessu ráði og réðist til
Einars Þórðarsonar, er þá hafði um haustið tekið við ráðs-
mensku eða forstöðu Landsprentsmiðjunnar gömlu; var
það eflaust bókatilhneigingin, sem beindi honum að því
starfi. Hann stundaði þó eigi prentiðn nema mjög skamm-
an tima, en réðist í þess stað í bókasöluferðir fyrir Einar
og Egil bókbindara Jónsson. Eigi mun hann samt hafa
þózt geta komið ár sinni vel fyrir borð í Reykjavík, og
leitaði því fyrir sér annarstaðar, en hafði jafnframt hug-
a,nn á því að koma sér svo fyrir, að hann gæti átt að-
gang að bókum og svalað lestrarfýsn sinni. Rétt um þess-
ar mundir (1852) hafði verið stofnuð prentsmiðja á Akur-
eyri, og var þá um hríð allmikill áhugi nyrðra á bóka-
útgáfum, en færri voru þar til samkepni um bókasölu og
ritstörf en í Reykjavík. Mun þetta eitt með öðru hafa
ýtt undir Jón að taka sig upp frá Reykjavík og flytja
norður til Akureyrar sumarið 1854. Þegar þangað var