Skírnir - 01.01.1913, Side 11
Jón Borgfirðingur.
11
um árla dags og síðla á kvöldum og nóttum. Árið eftir
voru þeir Vesturheimsmennirnir dr. Fiske og Arthur Reeves
hér á ferð, og var Fiske sem kunnugt er bókavinur mik-
ill og þá löngu tekinn að leggja grundvöllinn undir hið
mikla íslenzka bókasafn sitt. Færðu þeir í tal við Jón,
að hann semdi íslenzka bókaskrá í tveim hlutum; skyldi
í fyrri hlutanum vera skrá yfir allar bækur og biöð, er
prentað hefði verið á íelandi, en í seinni hlutanum yfir
íslenzkar bækur prentaðar erlendis og öll rit um Island á
erlendum málum. Ætluðu þeir síðan að gefa skrána út.
Jón tók heldur dauflega í þetta, einkum að því er snerti
erlendu bækurnar, því þar var han)i ekki jafnsterkur á
svellinu, en þó ætlaði hann að reyna. Ekkert varð samt
af þessu er til kom, því Reeves vildi ekki kaupa af hon-
um handritið að bókaskránni, en að eins kosta útgáfuna
og láta Jón hafa nokkur eintök prentuð í ritlaun; að því
þóttist Jón ekki geta geta gengið, sem varla var von,
fátækur barnamaður.
Það mun víst mega t.elja einsdæmi í bókmentasögu
heimsins, að erlendir fræðimenn snúi sér til fátæks al-
múgamanns um úrlausn á bókfræðismálefnum, en þar til
er því að svara. að Jón Borgfirðingur var þá óefað állra
manna bezt að sér hér á landi i þeirri grein. Hann hafði
jafnan haft mesta yndi af því að safna öllu þar að lút-
andi og rita upp hjá sér. Hafði hann á undanförnum
árum dregið saman í allmikið Rithöfundatal og ætlaði það
Bókmentafélaginu, eftir samningum við Jón Sigurðsson,
eins og sjá má af bréfum hans, en endirinn varð sá, að
það lenti alt hjá Jóni Sigurðssyni sjálfum og er nú í hand-
ritasafni hans nr. 103—106, 4to. Jón var þó sífelt að
auka við það og hélt áfram að safna öllu þar að lútandi
fram á síðustu ár.
Upp úr öllu þessu grúski kom honum til hugar að
taka saman eða hripa upp Drög til sögu isl. bókmenta frá
1400—1874 eða Ágrip til ísl. bókfrœði, og gerði ráð
fyrir að geta þar helztu rita íslenzkra, er kunn væru al-
Jiýðu og hefðu verið notuð »til almennrar brúkunar til