Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 14

Skírnir - 01.01.1913, Side 14
14 Jón Borgfirðingur hætta og hvergi séð til lands og auðnu tóma. Eg hefi gruflað og gruflað, þar til birt hefir — — «x). í maímán- uði 1874 var hann kominn fram að 1800, og við það sat fram eftir árinu, þvi 19. öldin þótti honum ill og flókin viðfangs og bjóst helzt við því, að það mundi aldrei kom- ast á pappírinn, hvað þá lengra. A pálmasunnudag 1875 ritar hann síra Eggert á þessa leið: »Eg hefi enga skemt- un haft í vetur eða fundi, en setið m i n n t í m a heima og punktað það gamla, sem til einkis verður og aldrei verður að neinni heild með sögulegum og fögrum máls- þræði. Bezt verður með það farið að mykja það ofan á leiði mitt sem hrossataðskögla á óræktarmóa* *. — Af öðru bréfl til síra Eggerts frá 3. maí 1879 er það auöséð, að hann hefir verið búinn að ganga frá ritinu áður en hann byrjaði á bókfræði sinni eða rithöfundatali, sem Bók- mentafélagið gaf út, og var þá orðið 800 bls. í arkarbroti (ritað í hálft). Vott má sjá þess, að hann hafi sýnt Jóni Sigurðssyni ritið, en aldrei komst það lengra, og má ætla að Jóni Sigurðssyni hafi annaðhvort ekki líkað niðurskip- unin, því hún virðist ekki hafa veiið vel heppileg, eða þá dregist úr hömlu að gera nokkuð frekar við það, enda var Jón Sigurðsson þá farinn að heilsu. Arið 1886 komst hann yfir ritgerð um Jón Islending svo nefndan eftir síra Björn Haldórsson í Sauðlauksdal. Gerði hann við hana skýringar og athugasemdir og sendi til Jóns Sigurðssonar nefndarinnar, sem þá var nýlega sezt á laggirnar. Það var hvorttveggja, að hann gerði sér ekki mikla von um verðlaun fyrir ritið, enda þóttist nefndin ekki geta lagt það til2). Þetta voru því í raun og veru engin vonbrigði, en hitt tók hann sér allnærri, að honum fanst nefndin vísa ritgerðinni frá »með ónotum og næstum skopi«, eins og hann kemst að orðum í bréfi einu til Eggerts prests, og fanst það óþarft, þótt ritgerðin 0 Bréf frá Jóni Borgfirðingi 1868—91 til Eggerts Ó. Briem, Lbs. 743, 4to. *) Sbr. Alþingistiðindi 1887 III, 320.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.