Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 15
Jón Borgfirðingur.
15-
þætti eigi frambærileg eða vel samið visindlegt rit frá
sjónarmiði nefndarinnar. Það er ekki laust við að þetta
setjist í hann og veki hjá honum grun um, að hann sé
látinn gjalda þess að hann var leikmaður. Kennir þá i
svip hjá honum nokkurrar beiskju út af æfikjörunum, svo
hann ritar Eggert vini sínum á þessa leið (29. sept. 1887):
»Mér hefði verið miklu nær að rorra í Borgarfjarðar-
myrkrinu sem garðmaður og fjósa. aldrei lært að lesa á
bók og þvi síður að mynda staf með krít og koli, enda
var eg narraður fyrir það. og beygðist snemma krókur-
innK. Eggert prestur tók svari hans út af ummælum
nefndarinnar1), enda var hann fróðleiksmaður mikill í
þeim greinum, og af bréfum Jóns má marka, að Eggert
prestur hefir oftar talið kjark í hann og alið á sjálfstrausti
hans, því Jóni hætti annars við að taka sér það nærri,
er honum þótti ritstörf sín lítils metin. Fann hann eflaust
sjálfur til þess manna bezt, að hann hafði í æsku farið á
mis við mentunina, enda hafðí hann sízt of mikið álit á
ritum sínum, þótt hann hins vegar væri sér þess meðvit-
andi, að hann vandaði til þeirra. eftir föngum. í bréfl
28. júlí 1888 kveðst hann nú leggja árar í bát með rit-
störfln, en það varð þó eigi, — til þess var bókmenta-
áhuginn og fróðleiksfýsnin of mikil. Hann hélt bókfræða-
grúskinu áfram til dauðadags, jók prentskrá sína og Rit-
höfundatal með hverju ári, og var jafnan á höttunum eftir
öllum nýjungum. í blöð ritaði hann jafnan öðru hvoru
smágreinar, einkum andlátsfregnir og æflminningar, og
ritskrár frá hans hendi fylgja æflsögum ýmsra manna
bæði í Andvara og viðar.
m.
önnur hliðin á æflstarfi Jóns Borgfirðings, og engu
þýðingarminni en ritstörfin, — enda af sömu rótum runn-
in, — var tilhneiging hans eða öllu heldur á s t r í ð a til
') Þjóð. XXXIX nr. 57-58.