Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 18
Jón Borgfirðingnr.
18
rita vorra að fornu og nýju, þar sem í höfuðstað vísind-
anna bryddir á slíku atferli á seinni hluta 19. aldar, hvað‘
þá á miðöldunum í hinu dimma myrkri*.
Þessi áhugi Jóns og hirðusemi kom einkum Bók-
mentafélaginu í góðar þarfir, og verður seint fullþakkað.
Hann lét Bókmentafélaginu í té alt það, er hann komst
yfir af handritum, og var sumt af því stórmerkilegt, svo
sem t. d. öxnafellsbók, safn af dómum og bréfum frá 15.,.
16. og 17. öld með hendi Ara Magnússonar í ögri. í
handritaskrá félagsins eru talin 272 nr. frá Jóni Borgfirð-
ing, en ótalið er sjálfsagt annað eins eða meira, sem hann
sendi félaginu eftir að skráin kom út. Hélt hann áfram
að reyta í það smám saman fram á síðastliðið sumar, og
að lokum skildi hann svo við, að hann ánafnaði því alt
sem hann lét eftir sig af handritum. Ef meta ætti þetta
til peningaverðs, mundi það eigi nema öllu minna en
5—6000 kr., og mundi það hvervetna þykja höfðingleg
gjöf og þjóðræknisleg, eigi sízt af fátækum manni, sem
altaf átti örðugt uppdráttar. Það mun sérstaklega hafa
verið í viðurkenningarskyni fyrir þetta, að Jón var gerð-
ur að heiðursfélaga í Bókmentafélaginu, og svo meðfram
fyrir hitt, að hann átti manna mestan þátt í að útvega
því nýja félaga, eins og reyndar fleiri mentafélögum, því
hann var svarinn stuðningsmaður þeirra allra bæði í orði
og verki, og átti öll bókmentaviðleitni þar góðan hauk í
horni, sem hann var.
Jón Borgfirðingur lét sér mjög umhugað um að af-
stýra því, að íslenzk handrit væru seld út úr landinu.
Rann honum jafnan til rifja er íslenzkir menn voru að
bjóða erlendum söfnum handrit sin til kaups, eins og t. d.
Jón Arnason bókavörður. Og mjög lét hann sér ant um
að halda spurnum fyrir um það í bréfum til kunningja
sinna, hvað yrði af bóka- og handritasöfnum einstakra
manna, svo sem t. d. síra Benedikts Vigfússonar á Hólum
o. fl., og vildi reyna að afstýra því að þau tvístruðust.
Sjálfur átti hann jafnan mjög bágt með að skilja við sig
fágætar bækur, og vildi hvorki farga þeim né lána, jafn-