Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 24

Skírnir - 01.01.1913, Page 24
L.yf og lækningar eftir Guðmund Hannesson. Ovíða held eg að allskonar hjátrú og vanþekking- drotni ríkar hjá öllum þorra manna, en í flestu er að lækn- um lýtur og starfi þeirra, lækningum og læknislyfjum. I raun og veru er alþýðunni vorkunn þó svo sé. I sjálfri læknisfræðinni, hjá sjálfum læknunum hafa hinar heimsku- legustu kreddur blómgast og þrifist öldum saman og mörg alþýðuhjátrú er einmitt gamlar læknakreddur, sem lifa enn meðal alþýðunnar, þó horfnar séu þær nú fyrir löngu úr læknisfræðinni. Sjálfsagt reynast líka ýmsar kenning- ar læknanna, sem nú eru »móðins«, ærið léttvægar þegar tíminn líður og þekkingin eykst. Saga læknisfræðinnar hvetur til að vera varfærinn og feykjast ekki fyrir hverj- um kenningarþyt. Trúin á Oftar en eitt sinn hefi eg haldið því fram við lýgina. stéttarbræður mína að nauðsyn beri til að lækn- ar leiðbeini alþýðu í þessum efnum meira en gjört err reyni til þess að uppræta ýmsa hjátrú, sem vafalaust má telja ranga. Vanþekkingin verður mörgum manni að tjóni, og eg hefi tröllatrú á. því, að betra sé að vita rétt en hyggja rangt. En oftast nær hefi eg fengið daufar undir- tektir og svörin verið lík því sem eg hefi oft fengið, er eg hefi hreyft því, að kenna ekki börnum og fullorðnum þá trúarlærdóma, sem vér vitum með vissu að eru rangir. Tvent er borið fyrir: í fyrsta lagi verði ekki slíkri hjá- trú útrýmt, fólkið geti ekki skilið þessi efni til hlítar og;

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.