Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 25

Skírnir - 01.01.1913, Page 25
Lýí bg lækningar. 25 í öðru sé langbezt að það haldi sinni trú, því á þann hátt sé það sælla og ánægðara en ella. Eg get ekki gefið þessum hugsunarhætti annað nafn en trúin á lýgina. Það á þá að gjöra mennina far- sælli, að lifa i niðaþoku hjátrúar og vanþekkingar heldur en í dagsljósi sannleika og þekkingar. Vafalaust er þessi trú á lýgina ekki eingöngu röng, heldur mun það reynast allskostar ómögulegt er til lengd- ar lætur að hindra það að hverskonar nytsamleg þekking dreifist út milli manna. Einu sinni áttu lærðustu menn erfitt með að átta sig á því að jörðin gengi kringum sól- ina og héldu jafnvel að þessi óguðlega kenning yrði mönn- um hreinasti sálarháski. Nú veit þetta hvert mannsbarn og bíður ekkert tjón á sálu sinni að heldur. Alþýðu- Skoðanir alþýðu á læknum, lækningum og læknis- trúin. lyfjum eru að sjálfsögðu ærið misjafnar og fara eftir því hve mikil þekkingin er. Ef vér lýsum þeim þar sem trúarinnar gætir meira en þekkingarinnar, þá eru þær eitthvað á þessa leið. Sjúkdómana sendir forsjónin stundum til þess að hegna mönnunum fyrir syndirnar, stundum til þess að betra þá. Jafnframt hefir hún gefið mönnuxium einhver efni, læknis- lyf, við hverjum sjúkdómi öðrum en ellilasleik. Ef slíkt læknislyf, sem við sjúkdómnum á, er gefið sjúklingnum, bregður við og sjúkdómurinn batnar skyndilega, »eins og eldur væri slöktur«. Nú eru læknarnir »verkfæri í guðs hendi« til þess að lækna sjúkdómana. Góður læknir þekkir þá óðar en hann sér sjúklinginn, og hann þekkir líka læknislyfin sem »eiga við«. Oðar en hann gefur sjúklingn- um þau, fær hann bráðan bata. Orsakir sjúk- Eg skal láta það liggja milli hluta, hvort dómanna. forsjónin sendir sjúkdómana eins og kaup- menn senda skuldugum reikninga, en hitt er víst að al- gengustu orsakirnar eru vanþekking og hirðuleysi. Meðan alt eðli drepsóttanna var óþekt geysuðu þær yfir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.