Skírnir - 01.01.1913, Page 26
26
Lyf og lækningar.
löndin og drápu fólkið unnyöpum þrátt fyrir allar fyrir-
bænir í kirkjum og klaustrum. Nú eru þær oftast nær
heftar með sóttvörnum, samgönguvarúð og sótthreinsunum.
En þekkingin er ekki einhlít. Flestir vita að einfalt,
óbrotið matarhæfi, gott andrúmsloft og hreinlæti er heilsu-
samlegra en óhóf, óregla og óhreinlæti, og þó syndgar allur
fjöldi manna móti þessu af tómu hirðuleysi. Einföld tann-
pína er ágætt dæmi: Fjöldi manna veit vel að tennurnar
þrífast því að eins að sífelt sé reynt á þær, að nokkur
hluti matarins sé harðæti eða annað sem tyggja þarf til
muna. Þessu er ekki skeytt. Tennurnar taka að skemm-
ast. Nú vita menn að þessumónýtu tönnum er það mikilvörn,
ef þær eru burstaðar og þeim haldið vel hreinum, að auk
þess þarf að fylla holurnar áður en tönnin gjörskemmist.
Hvorttveggja er vanrækt, svo endirinn verður sá, að
læknirinn kippir út ónýtum brotunum og tönnin er úr
sögunni.
Beztu ráðin til þess að takmarka sjúkdómana, eru
meiri þekking og meiri hirðusemi. Næst
þessu gengur senniiega aukin velmegun. Bláfátæk-
um mönnum eru oft flestar bjargir bannaðar. Þeir geta
ekki bætt húsakynni sín sem skyldi og verða oft að láta
sér lynda lakari föt og fæði en æskilegt væri. Hver sem
bætir efnahag alþýðu, er jafnframt bezti iæknir.
Sjúkdómaþekk- Það er ekki fjarri sanni, að krefjast þess
ing lækna. a{ lgeknum, að þeir beri kensl á flesta
sjúkdóma, viti hvað að sjúklingnum gengur. Þó vikur
þessu oft öðruvísi við en flestir ætla. Sumir sjúkdómar
eru auðþektir óðar en litið er á sjúklinginn. Lopi eða
bjúgur á öllu andlitinu er t. d. nálega óbrigðult merki
nýrnabólgu. Álika auðsæ og ótvíræð einkenni fylgja alla-
jafna mörgum sjúkdómum, og læknirinn getur þá umsvifa-
laust sagt sjúklingnum hvar og hvernig hann finni til
meina sinna, án þess að spyrja hann nokkurs. Náttúrlega
eru allir ánægðir við læknirinn, þegar honum tekst svo
vel, en því miður blasir það sjaldnast við fyrirhafnarlaust