Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 27

Skírnir - 01.01.1913, Side 27
Lyf og lækningar. 27 hver sjúkdómurinn er. Oftast má þó grafast fyrir þetta með grandgæfilegri rannsókn, jafnvel þó læknirinn hafi ekki séð sjúklinginn fyr Hitt er líka algengt, þó góður læknir eigi í hlut, að engin óræk vissa fæst þegar í stað, um hvað að sjúklingnum gengur. Algengast er þetta þegar menn sýkjast af hitaveiki og engin skýr sjúkdóms- einkenni koma í ljós önnur en hitasóttin. Læknirinn er þá neyddur til að bíða og athuga sjúklinginn á ný, og stundum getur all-langur tíini liðið svo, að ekki verði full- yrt um eðli sjúkdómsins. Oft má að vísu skýra málið með sóttkveikjurannsókn, en læknar vorir hafa ekki tæki til þess, enn sem komið er. Eg skal nefna eitt dæmi þess, hve stundum er erfitt að þekkja sjúkdóma. Danskur prófessor, yfirlæknir við innvortissjúkdóma, fróður maður og leikinn í sinni list, sýktist fyrir nokkrum árum á þann hátt, að hann megrað- ist, varð blóðb'till og fekk hitaveiki, sem engan enda vildi taka. Hann áleit þetta vera berklafár, og töldu læknar hans þá tilgátu iíklega þó erfitt væri að fullyrða það. Nú leið og beið. Ymsra atvika vegna var þá hallast að því, að ef til vill væri þetta taugaveiki, og leið svo nokkur tími. Að lokurn þótti örvænt um, að þessi tilgáta væri rétt. Nú var talið sennilegast, að sjúkdómurinn væri eins konar blóðeitrun (endocarditis), en er lengri tími leið, þótti auðsætt að svo væri þó ekki. Nú var að lok- um haldið að þetta hlyti að vera blóðrýrnun eða megr- unarsótt (anæmia perniciosa). Sjálfum sjúklingnum þótti það miklurn undrurn sæta, að gáta þessi yrði eigi ráðin með vissu, en fékk þó eigi aðgjört, og svo dó hann. Við lík- skurðinn reyndist sjúkdómurinn eins konar krabbamein í líffæri sem ekki varð komist að við ytri rannsókn! Það er sjaldgæft að svo treglega gangi, sem hér er sagt, að þekkja sjúkdóma, en oft er það vanvirðuiaust fyrir lækni að segja, að hann geti ekki að svo stöddu sagt hver sjúkdómurinn er. Það er til of mikils ætlast, að ein skoðun á sjúklingi nægi ætið til þess að skera úr hvað að honum gengur.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.