Skírnir - 01.01.1913, Síða 29
Lyf og Iækningar.
29
látin í umbúðirnar sem hafðar eru við sárið. Náttúran
ein getur læknað skurðinn, læknirinn getur ekki annað
en búið henni alt sem bezt í bendur og reynt að varna
þvi að hún sé hindruð í starfi sínu. Ef einhver gæti
fundið lyf sem græddi t. d. skurð á einum degi eða tveim-
ur, yrði hann heimsfrægur maður.
Um beinbrot er svipað að segja og einfalda skurði.
Læknirinn sér um að brotin haldist í réttu horfi, en þau
gróa saman af sjálfu sér án þess að hann geti verulega
flýtt fyrir gróðrinum.
Maga- í raun og veru er mörgum sjúkdómum líkt farið og
kvef. einföldum skurðum eða beinbrotum. Á einhvern
hátt skaddast eitt eða fleiri líffæri, þó ekki sé það af ytri
áverka. Til þess að sjúklingnum geti batnað. þarf að
nema burtu orsökina, ef hún er viðurloðandi, og grær þá
skemdin af sjálfu sér á lengri eða skemmri tima. Ef
maður lifir á vondu óhollu viðurværi, fer oftast svo, að
slímhúð meltingarfæranna verður misboðið. Það hleypur
þroti í hana. Maturinn hættir að meltast á eðlilegan hátt.
Fyrst gefur náttúran manninum alvarlega áminningu, því
matarlystin þverrar, ógleði og innantökur segja skýrt til
þess að innýflunum er ofboðið. Ef meltingin truflast til
mikilla muna, hefst náttúran sjálfkrafa handa til þess að
reka ólyfjanina á dyr. Uppsala tæmir hana úr magan-
um, niðurgangur úr görnunum. Ef sjúklingurinn fer nú að
náttúrunnar ráði, sveltir sig til þess lystin örfast og breytir
síðan matarhæfinu til hins betra, grær innýflaskemdin
á skömmum tíma. Þrotinn í slímhúðinni hverfur bráðlega
og hún nær sér síðan til fulls. Að vísu getur læknirinn oft
og einatt stutt þessa lækningu náttúrunnar, en mjög miklu
getur hann ekki um þokað. Hann getur skolað magann
táhreinan, miklu betur en uppsalan megnar, tæmt garn-
irnar rækilegar, ef þess gjörist þörf, og linað þrautirnar
með lyfjum. Hann getur og ef til vill flýtt fyrir því, að
slímhúðin nái sér aftur, en eigi að síður verður hann að
bíða eftir aðgjörðum náttúrunnar og reynir að eins að
styðja þær.