Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 30
30
Ljrf og lækningsr.
Hey- Svo eg nú nefni annað dæmi, er lungun sýkjast,
kvef. vil eg minnast á heykvef eða heymæði sem sumir
kalla. Fjármenn sem eru að vetrinum í mygluðum eða
rykmiklum heyjum sýkjast oft að mun af þessu ryki og
ólofti. Hér sem oftast endrarnær kemur skýr áminning
frá náttúrunni. Maðurinn fer að fá hóstauppgang og
mæði. A þennan hátt segja lungun til sín, að þeim sé
ofboðið. Þau reyna jafnframt eins og meltingarfærin að
losa sig við ólyfjanina. Innan í lungnapípunum sópa
óteljandi örsmá bifhár óhreinindunum látlaust upp á við.
Slímkirtlarnir vefja utan um þau seigu slími og hóstinn
þeytir því upp úr andfærunum, dökkleitu af óhreinindun-
um. Náttúran starfar hér iðin og óþreytandi, nótt og dag,
til þess að verja sig óheilnæminu, en svo mikið getur það
verið, að hún fái ekki rönd við reist Slímhúðin sýkist
þá meira og meira, mótstöðuafl líkamans þverrar, hóstinn,
uppgangurinn og mæðin ágjörist, og getur svo farið að
sjúklingurinn verði ófær til vinnu sinnar. Fyrst hefir
náttúran aðvarað manninn daglega og leggur hann ef til
vill í rúmið ef hann hlýðir ekki!
Nú kemur batinn á sama hátt og í garnakvefinu.
Þegar rykið hættir að berast ofan í lungun, hreinsast þau,
þrotann dregur smámsaman úr slimhúðinni, særðir blettir
á henni gróa, hósti, uppgangur og mæði hverfa að lokum,
ef skemdin er ekkí því meiri. Meðul hafa nauðalítil áhrif
á þetta læknisstarf náttúrunnar.
Landfar- Eg hefi nú nefnt tvö dæmi þess, hversu náttúr-
sóttir. an læknar einfalda meltingar-. og lungnakvilla,
án allra lyfja, á líkan hátt og hún græðir sár. Líkt er
þessu farið með margar landfarsóttir, þó ekki sé það eins
einfalt. Þegar sjúklingunum batnar, læknast þeir af nátt-
úrunni, og læknirinn hefir venjulega engin lyf, sem reki
sjúkdóminn úr líkamanum og lækni þannig sjúklinginn.
Þó ýmsir læknar hafi orð á sér fyrir það að vera sérlega
góðir lungnabólgu- eða taugaveikislæknar, þá er það fljót-
sagt, að enn sem komið er verður ekki sagt að nein lyf