Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 32

Skírnir - 01.01.1913, Side 32
82 Lyf og lækningar. hátt allir sjúkdómar er sóttkveikjur valda, holdsveiki, sárasótt, berklaveiki o. fl.? Svarið er einfglt: Vegna þess að líkamanum tekst ekki að mynda nægileg varnar- efni gegn þeim. Afrek smá- Allir kannast við smáskamtalæknana, þó þeim skamta- hafl fækkað eftir því sem lærðum læknum lækna. fjölgaði. Þeir hafa að minsta kosti unnið eitt þrekvirki i læknisfræðinni, sem þeim verður seint full- þakkað. A fyrri hluta síðastliðinnar aldar, þegar sú kenn- ing drotnaði í læknisfræðinni, að blóðtaka og ýms lyf, sér- staklega uppsölu- og niðuihreinsandi meðul, væru ómissandi í flestum sóttum, stofnuðu þeir sjúkrahús með sínu smá- skamtalagi, og þá kom það í ljós, að hjá þeim dóu t. d. öllu færri úr lungnabólgu en hjá hinum læknunum. Rétt- trúuðu læknarnir kiptu sér auðvitað ekki upp við þetta. Þeir festu annað hvort ekki trúnað á skýrslur smáskamta- læknanna eða töldu þetta tilviljun eina. í flokki læknanna voru þó að minsta kosti nokkrir, sem voru svo víðsýnir og samvizkusamir, að reyna aðferð smáskamtalæknanna. Hún reyndist þeim eins og af var látið og öllu betur en gömlu kreddurnar. Kú hlaut þessi bragarbót annað hvort að vera að þakka meðulum smáskamtalæknanna eða blóð- tökurnar og gömlu lyfln höfðu orðið sumum sjúklingunum að bana. Til þess að skera úr þessu, tóku nú læknar það ráð, sem sjúklingunum hefir eflaust staðið mikill stugg- ur af, að gefa þeim engin læknislyf, en láta sitja við góða hjúkrun og gott viðurværi. Þetta gafst engu miður en smá- skamtalyfin. Var þá auðsætt, að batinn .var ekki þeim að þakka. Hjá lækni einum i Austurríki dóu t. d. 69 af 750 lungnabólgu-sjúklingum, eða hér um bil einn af ellefu. Ur þessu var brautin rudd. Læknar tóku nú alvarlega að athuga hve mörgum batnaði lyfjalaust í ýmsum landfar- sóttum og eru síðan allar læknisaðferðir metnar eftir því hvort árangurinn er verulega betri en náttúrubatinn.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.