Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 33

Skírnir - 01.01.1913, Side 33
Lyf og lækningar. 33 Náttórn- Landfarsóttirnar eru mjög misjafnlega illkynj- batinn. aðar þó um sömu sótt sé að ræða, og er því erfitt að segja hve mörgum að meðaltali batnar lyfjalaust. Ef vér nú tökum tillit til þess hve misskæðar sóttir þess- ar eru, má telja að: Svartidauði (ef lungnapest er fráskilin) batni 50—60 sjúkl. af hndr. Austurlenzk kólera ... — 40—50 — — — Bólusótt (á óbólusettum) . . — 70 — — — Taugaveiki................— 80—90 — — — Blóðsótt..................— 80—90 — — — Lungnabólga (janevm. croup) — 76—90 — — — Barnaveiki................— 60—90 — — — Skarlatssótt..............— 80—97 — — — Mislingar.................— 94 — — — Kikhósti..................— 85—93 — — — Þessi náttúrubati sjúklinganna þótti svo glæsilegur í samanburði við það sem læknar áttu fyr að venjast, að SJcoda, frægum Vínarlækni, varð að orði: »Vér getum þekt sóttirnar, skilið þær og lýst einkennum þeirra, en vér skulum ekki láta oss detta í hug, að vér getum með nokkrum lyfjum læknað þær«.. Nú myndi enginn læknir skrifa undir þessi ummæli fyrirvaralaust, en þó er helzt til mikið satt í þeim, því fæstar sóttir verða læknaðar með lyfjum. Krafta- Þrátt fyrir alt hafa þó fundist nokkur lyf, sem lyfin- beinlínis eiga við ákveðnum sjúkdómum og lækna þá. Því miður eru það tiltölulega fáir kvillar sem óbrigðul lyf hafa fundist við. Eg skal því fara fám orðum um hvern þeirra. Sárasótt (syfilis, »fransós«). Við þessari skaðræðis- veiki, sem komist hefir inn í landið á síðustu árum, hafa fundist þrjú meðul, Tcvikasilfur, jodkaliutn og arsen (salv- arsan) Þau hafa öll stórleg áhrif á veikina, og geta jafn- vel útrýmt henni til fulls. Veikin stafar af sérstakri teg- und sóttkveikja og lyf þessi lama þær eða drepa. 3

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.