Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 38

Skírnir - 01.01.1913, Page 38
.38 Lyf og lækningar. Stærsti sigur Aðdáunarvert er það og kraftaverki læknisfræðinnar. næst, að fundist hafa slík læknislyf sem barnaveikisblóðvatn og salvarsan, lyf sem steindrepa sótt- kveikjurnar í líkamanum, en skaða hann lítið eða ekki. Hugsandi er það og vonandi, að slíkum lyfjum fjölgi, þó er hitt víst, að stærsti, langstærsti sigur læknisfræðinnar er ekki sá, að lækna sjúkdóma og finna lyf við þeim, heldur að afstýra þeim, varna þvi að menn sýkist. öeysilegt verk er ennþá óunnið er að þessu lýtur, en svo mikið er þegar af hendi leyst, að fæstir hafa nokkra hug- mynd um það. Aður geysuðu drepsóttir við og við yfir lönd öll og strádrápu landslýðinn. Það nægir að minna á svartadauða og bólusóttina, sem bárust hingað fullum fetum þó samgöngur vorar við útlönd væru næsta litlar. Menn stóðu varnarlausir fyrir þessum ófagnaði og engir vissu af hverju hann eiginlega stafaði. Nú má heita að þessum ósköpum sé létt af. Sóttir þessar lifa enn og gjöra endalaust vart við sig, en læknarnir þekkja þær út og inn og þeim hefir tekist að halda svo í hemilinn á þeim, að þrátt fyrir allar samgöngur, *þúsundfaldar við það sem fyr gjörðist, breiðast þær bkki út eða eru fljót- lega stöðvaðar. Hve rnörgum mannslífum hefir verið bjargað á þennan hátt og miklum hörmungum létt af þjóðunum getur enginn talið. Og það eru ekki eingöngu næmu drepsóttirnar, sem menn hafa að miklu leyti losnað við, heldur margs konar kvillar annarar tegundar sem fyr voru algengir, t. d. skyrbjúgur og ýmsir barnasjúk- dómar. Það er vel þess vert að athuga að endingu með hverjum vopnum þessi óvinir mannanna hafa verið lagðir að velli. Bólu- Hvílíkur vogestur bólusóttin var, sést bezt á því, setning. aQ ý Stórubólu dóu hér á landi 18,000 manna eða nærfelt þriðjungur landsbúa. Og bólan fiuttist hingað ,hvað eftir annað. Við veiki þessari fanst nú það ráð í lok 18. aldar að setja mönnum kúabólu, en hún er í raun og veru ekki annað en afar-væg bólusótt. í bólusótt

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.