Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 40
40
Lyf og lækningar.
breiðist veikin ekki út mann frá manni. í mýflugurnar
komast sóttkveikjurnar úr blóði sjúklinga, sem þær bíta.
Það var því auðsætt, að væri mýflugunum útrýmt, myndi
veikin hverfa. Nú voru allir lifnaðarhættir mýflugnanna at-
hugaðir, og sást þá meðal annars, að lirfurnar lifa ætíð í
vatni. Það ráð var því tekið, að þurka allan jarðveg sem
bezt og líða hvergi vatnspolla, sem mýbitið gæti vaxið í, en
þar sem þessu varð ekki komið við, að hella steinolíu í vatn-
ið, svo lirfurnar kæmust ekki upp úr því lifandi. Jafn-
framt var þess gætt, að flugurnar kæmust ekki að sjúkl-
ingunum. Fyrir glugga alla og hurðir i herbergjum
þeirra var strengdur gisinn dúkur, sem þær gátu ekki
smogið i gegnum. Hvar sem þessum ráðstöfunum var
beitt, mátti heita að veikin hyrfl með öllu. I Rio Janeiro,
höfuðstað Brasilíu, dóu fyrir fám árum um 600 menn á
ári úr veikinui, síðasta árið enginn. Panamaskurðinn
hefðu menn tæplega getað grafið, slíkt pestarbæli er landið
þai’, ef menn hefðu ekki kunnað þessi ráð og útrýmt mý-
bitinu. En ráðið dugði og öll pestin hvarf með mýflug-
unum. Allir sjá, að það er enn betra að geta útrýmt
sóttinni þannig, en þó sæmilega einhlítt lyf hefði fundist
til þess að lækna sjúklingana.
Sem annað dæmi má nefna útrýmingu Tcöldusóttar í
Campagna di Roma, láglendum héruðum nálægt Róm.
Köldusóttin flyzt á sama hátt og gulusóttin með mýbiti.
Hér hefir þvi verið beitt svipaðri aðferð: Mýrar og poll-
ar hafa verið þurkaðir, mýbitinu verið varnað að komast
að sjúklingunum og kíníni verið útbýtt ókeypis handa
fólkinu í sveitum þessum, en það er lyf sem bæði læknar
veikina og er mikil vörn gegn því að menn sýkist. Við
þessar ráðstafanir hefir á fám árum skipast svo, að þetta
illræmda pestarbæli, sem allir flúðu nema fátæklingar,
sem ekki áttu annars úrkosta, er nú nálega laust við
sóttina, blómgast og byggist óðum. Á 10 árum heflr
mannfjöldinn aukist full 14 þúsund. Þrátt fyrir það þó
ágætislyf væri fundið við sótt þessari, megnaði það ekki
að reisa sveitir þessar úr rústum, en þetta kom af sjálfu
sér þegar veikinni var útrýmt.