Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 43

Skírnir - 01.01.1913, Side 43
Um ,,akta“-skrift. 43 og skyldi vera »akta«-skrift; voru þá fjórar síður í örk, en tiltekinn línufjöldi á hverri síðu og stafafjöldi í hverri línu. Sögumaður segir: »Þó að eg ritaði allgóða hönd, var eg þó enginn iðnismaður við skriftirnar. Eitt það sem ekki flýtti fyrir mér, var það, að eg gerði mér alt af far um að láta sem fæsta stafi vera umfram á örkinni, en auðvitað hélt eg fullum stafafjölda. Eg hafði strykblað undir, svo að línu- talan var örugg, en hvernig sem hafði mig við, veitti mér það örðugast, að ekki yrðu fleiri stafir í línu en skylda bar til. Við þessa viðleitni mína fengu síðurnar það útlit, að alt sýndist þar óvenjulega gleitt og gisið. Eg hafði aldrei á ævi minni enn átt orðastað við Jón Sigurðsson. Við utanþingsskrifarar sátum við skriftir vorar niðri í 4. bekkjar stofu í latínuskólanum. Einhvern dag var það, að Jón Sigurðsson kom inn og gekk um og leit á verk okkar. Þegar hann kom til mín og leit á hjá mér, hnyklaði hann brýrnar, tók upp þær hreinskrifuðu arkir, sem hjá mér lágu, og fletti þeim lauslega. »Þér skrifið alt of gisið«, sagði Jón nokkuð stuttlega. »Það er »akta«-skrift«, svaraði eg. »Nei, þetta er ekki aktaskrift«. »Jú, það er aktaskrift. Þér getið talið stafi og línur«. »Eg þarf þess ekki; eg sé það«. »Þér sjáið það ekki rétt. Eg v e i t, að það er akta- skrift*. »Eg vil ekki heyra meira slúður um þetta; það verð- ur dregið af borgun yðar fyrir svona skrift«, sagði hann snúðugt. »Þér um það«, sagði eg, líklega ekki í svo auðsveip- um tón, sém vera bar, því að það var farið að þykna í mér líka Hann svaraði engu; en það var óblítt augnaráð, sem hann sendi mér þegar hann fór út«. Þetta voru orð sögumanns. Eg skal að eins taka það fram, að Jón Sigurðsson varð þegar til kom að lúta í

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.