Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 44
44
Um „akta“-skrift.
lægra haldi og greiða fulla borgun, því skriftin reyndist
aktaskrift.
Sögumaður segir að þetta hafi eins og skvett dálitlu
köldu vatni á dýrkun sína á Jóni Sigurðssyni i svipinn og
segist geta þessa »til að vekja athygli á, hve miklu næmari
áhrif það hefir á uaglingana með þeirra næmu réttlætis-
tilfinningu, en á fulltíða menn, ef þeim er rangt til gert«.
Vér skulum virða þessa tvo menn fyrir oss. Annars
vegar er Jón Sigurðsson, maðurinn sem vann af öllum
kröftum meðan æfin entist að hverju því sem hann hugði
sig helzt gagna ættjörðinni með, en aldrei spurði um
launin, aldrei um það hvað hann fengi fyrir starfið. Það
liggur við að mig sundli, þegar eg renni huganum yfir
það sem h a n n fekk afkastað. Lítið t. d. á það sem hann
hefir ritað. Það er ekki lítið að vöxtunum vísindastarfið
hans — allar útgáfurnar, ritgerðirnar, bækurnar. En það
er ekki að eins stórkostlegt að vöxtunum. Þeir sem bezt
eru að sér í þeim greinum sem hann fékst við, ljúka upp
einum munni um það, að öll hans vísindastörf séu leyst
af hendi með frábærri vandvirkni og að þekkingin sem
þar kemur fram sé aðdáanleg. Og þó er þetta ekki nema
nokkur þáttur af æfistarfinu. Stjórnmálastarf hans er að
sínu leyti jafnstórkostlegt, vinnan sem hann hefir lagt í
það innan þings og utan ótrúlega mikil. Svo öll bréfa-
viðskiftin, allar leiðbeiningar, skriflegar og munnlegar,
sem hann lætur öðrum í té, og allir snúningarnir sem
hann hefir fyrir landa sína heíma og í Höfn. Gestanauðin
á heimilinu. Einhvern tíma hefir það alt kostað. Eða
komið á Landsbókasafnið og lítið á handritasafnið hans.
Hvernig fékk hann tíma til að safna því öllu, rannsaka
hvert blað, raða því og skrifa alt sem hann heíir skrifað
þar? Já, lítið á skriftina h a n s. Rithöndin er á sinn
hátt ímynd mannsins. Hún er hreyfing hans og speglar
eðli hans og ástand líkt og limaburðurinn og svipbrigðin.
Rithönd Jóns Sigurðssonar er ekki »akta« skrift. Þar er
ekkert »óvenjulega gleitt og gisið«. Eg hefi ekki séð
aðra hönd, er mér þyki að öllu tigulegri og fegri. Húa