Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 45

Skírnir - 01.01.1913, Page 45
Um „akta“-skrift. 45 er skýr, drjúg og jöfn eins og bezta prent, yfirlætislaus, en drættirnir mjúkir og frjálsbornir. Þar er engin mis- klíð anda og handar, eðlis og athafna. Skrift Jóns Sig- urðssonar er heil og hrein eins og svipur hans. Hún er ímynd tigins anda. Þetta var Jón Sigurðsson. Hins vegar situr ungur maður og skrifar »akta«- skrift. Sú skrift er honum ekki eðlileg. Náttúran hefir gefið honum örlyndi í vöggugjöf. Höndin dregur ósjálf- rátt á hvitu örkina fleiri stafi en heimtað er. Aður en hann veit af, hefir hann unnið meira en af honum er krafist. Það vill hann ekki. Hann vill selja en ekki gefa; hann vill að fult gjald komi þegar i stað fyrir a 11 sem hann vinnur. Þess vegna leggur hann bönd á sig. Orkuna sem áður gekk til þess að skrifa meira en heimt- að var, notar hann nú til þess að leggja hömlu á sig. Hann vill heldur beita kröftunum gegn sjálfum sér, en að þeir framleiði meira en borgað er. En skriftin sýnir að hamla er á hreyfingunni. Alt verður »óvenjulega gleitt og gisið«. Þetta. sér Jón Sigurðsson undir eins og hann lítur á arkirnar. Hann sér að skriftin er óeðlileg. Hann þykist sjá að skrifarinn hafi dregið af sér. Iiann þykist sjá svik í skriftinni. »Þér skrifið alt of gisið«, segir hann. »Það er »akta«-skrift«. »Nei, þetta er ekki »akta«-skrift«. En þar skjátlaðist Jóni Sigurðssyni. Reyndar sá hann það rétt, að skrifarinn hafði dregið af sér, ekki unnið eins mikið og eðlishvötin var til. Og ósjálfrátt hefir hann litið svo á sem enginn maður ætti að draga af sér, að enginn ætti að leggja hömlu á starfshvöt sína, hvað sem laununum liði. Sá sem væri að upplagi örlyndur og stór- virkur, hann ætti að gefa og starfa eðli sínu samkvæmt, hvað sem væri í aðra hönd. Alt annað væri svik. En hann gleymdi því, að fyrir »akta«-skriftina var til sér- stakt lögmál, eins fyrir alla. Þar var ekkert tillit tekið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.