Skírnir - 01.01.1913, Síða 46
46
Um „akta“-skrift.
til mismunandi upplags manna; sama reglan um línufjölda
og stafafjölda gilti fyrir alla. Hún ákvað hvað m i n s t
mætti vera á örkinni. »Hingað« — sagði lögmálið, og
þó aktaskrifarinn færi að eins og skrifað stæði »Hingað,
og ekki lengra% þá varð ekkert á því haft. Þessu
gleymdi Jón Sigurðsson. Hann gætti ekki að því að telja
fyrst stafi og línur. Það var það sem særði hina næmu
réttlætistilfinningu unga mannsins.
í þessu atviki kemur skýrt fram tvenns konar eðli.
Þar mætast tveir menn svo ólíkir, að hvorugur skilur
annan. Munurinn á þeim er að sinu leyti eins og munur
hins gamla og hins nýja sáttmála. Aktaskrifarinn er barn
lögmálsins, sem kemur að utan. Hann miðar verk sitt ein-
göngu við það sem heimtað er fyrir kaupið sem hann fær,
og með oflæti Faríseans bendir hann á skriftina ogsegir:
»Þér getið talið stafi og línur«.
Jón Sigurðsson fylgir fagnaðarboðskap kærleikans til
vinnunnar. Hann spyr ékki hvað af honum sé heimtað
fyrir kaupið sem hann fær, heldur hvei’ju hann geti mest
afkastað. Mælikvarðinn er kraftur sjálfs hans, en ekki
launin. Að vinna eins og kraftarnir eru til, er hið óskrif-
aða boðorð sem hann lifir eftir.
Vér skulum nú athuga hvaða afleiðingar það hefir
fyrir einstaklingana og þjóðfélagið í heild sinni, hvorri
stefnunni er fylgt. Og þá vil eg byrja á því að líta á
hvor stefnan sé upprunalegri í eðli mannsins.
Hvernig eru börnin? Þau eru í rauninni sístarfandi.
Þau eru á sífeldri hreyfingu, hoppa og hlaupa og vilja altaf
hafa eitthvað fyrir stafni. Þess vegna er löngum svo er-
fitt að fá þau til hæglætis og gera úr þeim siðprúð dauð-
yfli. Starfshvötin virðist þeim inngróin frá upphafi vega,
þó oft skifti um viðfangsefnin og áhugamálin á þeim aldri.
Og að hreyfingar barnanna eru svo mjúkar og yndislegar,
kemur einmitt af þessu, að þær koma svo ósjálfrátt og
eðlilega. Það liggja ekki á þeim óeðlilegar hömlur. Og
alt sem börnin gera, er gert sjálfs þess vegna. Þau spyrja
ekki um launin. Þau spyrja ekki um það, hvað þau fái