Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 49

Skírnir - 01.01.1913, Page 49
Um „akta“-skrift. 49 Sá sem fyrst dregur af sér svo að skriftin verður »akta«- skrift, honum verður áður en langt líður erfitt að halda fullum stafafjölda. Smám saman verður hann-gisnari og gisnari, gleiðari og gleiðari, unz skriftin er orðin sviplaust og andlaust strik út í bláinn. Vér sjáum þessu likt á sumum rithöfundum, sem hafa farið vel af stað í æsku, skrifað með æskunnar ósérhlífni, æskunnar eldmóði, sótt á brattann og getað sagt frá mörgu nýju sem þeir sáu frá hærri hjöllum. Þá var lyfting í máli þeírra, persónu- legur andardráttur í stílnum. En svo fór að draga af þeim, af því þeir fóru að draga af sér og »skrifa til að lifa«, unz allur persónuleiki, alt frumhlaup hugsunarinnar var horfið, alt orðið jafnflatt, jafnlágt, jafntómt. Þessi einföldu dæmi eiga að nægja til að benda á hverjar afleiðingar það hefir fyrir einstaklinginn að draga af sér og ganga þannig á rnóti þeirri hvöt, sem heilbrigðu eðli er innrætt, til að beita kröftunum sem ötullegast, hvað sem laununum líður, og eg skal nú minnast á hitt, hverj- ar afleiðingar það hefir fyrir þjóðfélagið, ef slík »akta«- skrift verður almenn. Þjóðfélagið fer eftir því hvernjg einstaklingarnir eru. Allar framfarir þess eiga rót í framförum einstakra manna. ■Og ef vér gáum betur að, þá sést að framfarir þjóðfélags- ins eru ávöxtur þess erfiðis sem drýgt er fram yfir það sem heimtað er. Gerum ráð fyrir að allir menn í ein- hverju þjóðfélagi, í hverri stöðu sem væri, kæmu sér ein- hvern dag saman um það að hafa þaðan í frá »akta«-skrift á öllu sem þeir gerðu, þ. e. gera nákvæmlega það sem af þeim væri heimtað í erindisbréfum þeirra eða annarstaðar, en aldrei neitt þar fram yfir. Ef til vill dettur einhverj- um í hug að slíku þjóðfélagi væri vel borgið, ef allir héldu þetta, af því að nú vanti oft mikið á að menn geri einu sinni það sem af þeim er heimtað. En gáum að: Þjóðfélagið getur ekki heimtað af neinum starfsmanni sínum að hann geri það sem enginn fyrirrennari hans hefir gert. Það getur ekki heimtað af prestunum að þeir haldi betri ræður en áður hafa heyrst, eða af læknunum 4

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.