Skírnir - 01.01.1913, Page 54
54
Um „akta“-skrift.
ar þeir koma. Vér megum vera óendanlega þakklátir
þeim íslenzku mönnum, sem hlýddu köllun sinni og sköp-
uðu listaverk, þó þeir fengju ekkert í aðra hönd, því þeir
hafa unnið verk sem annars væru óunnin í heiminum og
enginn gæti uú unnið í þeirra stað. Eða halda menn að
fornbókmentirnar islenzku yrðu bættar með öðrum bók-
mentum, ef forfeðrum vorum hefði láðst að skapa þær?
Hvaða verk mundu t. d. Norðmenn geta haft til að bæta
sér upp Noregskonungasögur?
Sá arfur sem vér höfum fengið er af þeirri tegund
sem varanlegust er. Flestar eignir rýrna og eyðileggjast
með aldrinum. Hús síga í jörð og molna og hrynja, brýr
og vegir ganga úr sér, slitna og svara ekki þegar fram í
sækir breyttum kröfum tímans; skipum hlekkist á. En
listaverk bókmentanna eru »geymileg meðan byggist
heimur«, og sá fjársjóðurinn verður á endanum drýgstur,
sem varanlegastur er. Þegar reikningarnir verða gerðir
upp, þá verður sá talinn mestur er mest gaf af geyrai-
legum hlutum, og sú þjóðin auðugust sem mest á af þeim
fjársjóðum sem hvorki mölur né ryð fær grandað.
Eg hefi valið mér þetta umtalsefni vegna þess, að
hugsanirnar um aktaskriftina hafa ásótt mig svo oft síðan
eg ias um þetta atvik er eg gat um í upphafi ræðu minn-
ar. Orðið »akta-skrift« hefir í huga mér orðið nokkurs
konar einkunn,semósjálfráttfestist viðhvert það verk er virt-
ist bera þess merki að höfundurinn hefði unnið það slæ-
legar en hann gat. Við Ijós þe3s hefir mér fundist eg
betur en áður kunna að greina sauðina frá höfrunutn. Og
eg held það gæti orðið mörgum lærdómsríkt að athuga
sjálfa sig og aðra frá þessu sjónarmiði: Er maðurinn
aktaskrifari ? Er aktaskrift á verkinu? Sé maðuriun
aktaskrifari, þá er dómurinn fallinn. Hann er þá ekki
einn af þeim scm sækja á brattann og lyfta mannkyn-
inu á hærra stig. Hann er ekki einn af þeim útvöldu
sem gáfu meira en þeir fengu. Af skriftinni hans verður
okki einn stafur geymdur í lífsins bók.
Guðm. Finnbogason.