Skírnir - 01.01.1913, Síða 60
60
Danmerkur og Noregs saga próf. Edv. Holms.
Siðan segir Holm frá hinni innri sögu þessara landa
í öllum hennar greinum, svo sem hluttöku konungs í stjórn
landsins, áhrifum hinna helztu manna, »stórmenna«, á hana.
Hann lýsir embættismönnunum, réttarfarinu, landbúnaðin-
um og ritum og ræðum um búskapinn, viðleitni stjórnar-
innar til þess að efla akuryrkju og jarðrækt og endurbót-
um einstakra manna í þá átt. Hann skýrir frá prísum,
iðnaði og verzlun og umræðum manna og ritum í þá áttr
hagfræðislegum frumreglum stjórnarinnar, verksmiðjum og
ýmsum stofnunum, tilraunum stjórnarinnar til þess að styðja
innlendan iðnað einkum gegn samkepni frá útlöndumr
iðnaðarfélögum, tilraunum stjórnarinnar til þess að efla
verzlun og siglingar bæði með verzlunarsamningum og
með aðstoð sendiherranna. Hann skýrir frá verzluninni
bæði í Danmörku og í hertogadæmunum, í Noregi og á
Islandi, í Færeyjum og á Grænlandi, í Kaupmannahöfn og
í Bergen og í öðrum kaupstöðum ríkjanna, siglingum milli
kaupstaðanna, kornverzluninni við Noreg, vöruflutningum
frá Danmörku og Noregi suður um Miðjarðarhaf. Þá lýsir
hann einnig verzlunarstéttinni i Kaupmannahöfn, ástandinu
og lífinu í kaupstöðunum í Danmörku og Noregi, húsaskipun
og lifnaðarháttum. Hann lýsir fiskiveiðum og öðrum at-
vinnuvegum, sem enn hafa eigi verið nefndir, og umhyggju
fyrir fátækum og veikum. Hann lýsir fjárhagsástandinu
bæði í Danmörku og Noregi. Hann skýrir frá her og
flota, og kostnaðinum við herbúnaðinn bæði á sjó og landi.
Hann lýsir kirkju- og trúarmálum, vísindum og listum, og
framkomu stjórnarinnar gagnvart þeim. Hann lýsir hinu
andlega lífi, bókmentum, skoðunum manna á ýmsu, sem
hafði pólitíska þýðingu, þjóðlega og mannfélagslega, t. a.
m. betri mentun kvenna. Hann lýsir endurbótum á móður-
málinu og tilraunum til að hreinsa það. Hann lýsir lífl
konunganna og ættmanna þeirra, hirðlífinu, þokka almenn-
ings og áliti bæði á hinum konungbornu mönnum og stór-
menni því, er sat að stjórnarstörfum.
Þetta litla ágrip af nokkru efni sögunnar sýnir hve
víðtæk hún er og hve mikinn fróðleik hún hefir að geyma;.