Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 64

Skírnir - 01.01.1913, Page 64
í tunglsljósi. í heiðlogni hýrt skín, þú máni! Um húmdökkva síðrökkur-stund, Og birtir með silfrandi bjarma Um björgin og víkur og sund. Þú breiðir á bláhrjóstrin úfnu Þinn blíðkandi ljómann í ró, Og dáleiðir drangana myrku I draumbirtu frammi við sjó. Hve fagnar þér foldheimur víður Og finnur þig nálgast sem vin, Þú lávarður ljóshornsins ríka, Um löndin er flæðir þiít skin! Uú sofa þau: blærinn og báran Og bærast ei vitundar ögn; Þú samtöfrar sortann og ljómann Og sjálfur þú ríkir í þögn; Og faðmar hið gjörvalla’ í fegurð, En fela vilt það sem er ljótt, Og hjúfrar úr hæðunum friði I hjörtun svo ljúft og svo rótt. Stgr. Th

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.