Skírnir - 01.01.1913, Side 68
Ritfregnir.
«8
„Dipl. III. 3“ þýði. 2) Hann aðgœtir þar af leiðandi ekki, hvort tilv.
€1. sé rétt. 3) Hann aðgœtir ekki, hvort tilv. staður sé í Dl. III. 3.
4) Hann lœtur G. Vigf. vitna í rit, sem kemur út meir en 20 ár-
um eftir útkomu Cl. og 4—7 árum eftir andlát Guðbrands! Yið
aðgerð vitnar JÓ. i Dl. V. 145. Við atgörð vitnar Cl. i Dipl. Y. 145.,
það er atveg eins og fyrra dæmið.
Við orðið aflangr vitnar Cl. i ísl. Annala ár 1414 (auðvitað AM.-út-
gáfuna). JÓ. tekur þá tilvitnun upp. Tilvísunin er röng í Cl. JÓ.
hefir ekki haft fyrir þvi að prófa þetta, og eru þó ísl. annálar auðvitað
hér í Landsb.safni. Við aðalkelda vitnar Fr. i Karla Magn. s. bls.
422, en Cl. i bls. 442. Úr þessu verður hjá JÓ. 4, 2. Gretur verið
prentvilla, en ýmsum tilgátum má um þetta leiða eftir að séð er sam-
vizkusemi JÓ.
I AM. safni er handrit merkt 656. Það hafði ekki verið gefið út,
þegar a-in komu út í Cl., og hann vitnar þvi i handritið. Fr. og JÞ.
vitna í útgáfu handritsins, sem gefið var út, þegar 2. útg. Fr. kom og
Spm. JÞ. JÓ. vitnar í hvorttveggja á vixl, prentaða útg. handritsins og
handritið sjálft. Skyldi JÓ. hafa lesið handritið? Langt í frá. Hann
vitnar i handritið, þegar hann tekur orð, sem i því eru, frá Cl., en i
prentuðu útgáfuna, þegar hann fær orðin hjá Fr. eða JÞ. Og hve nær
hefði JÓ. átt að lesa handrit i AM. safni í Khöfn ? Þó Iætur hann heita
svo, að hann noti handrit þetta, en hann hefir ekki gert það, heldur
Guðbr. Vigfússon. Og úr því að JÓ. hefir ekki og getur ekki hafa notað
þetta handrit, þá á hann ekki að vitna í það, heldur í Cl. En þessi
dæmi eru ekki sérstök. Þau og mörg önnúr koma upp um höfundinn,
hversu hann skreytir sig með lánsfjöðrum án þess að hann geti þess.
Sjá t. d. o. »ösnulegr steinni i JÓ. sbr. við Cl.
JÓ. tilgreinir sjaldnast heimild fyrir því, hvar þau orð finnist í rit-
um, er hann tekur í bók sina, né heldur, að þau séu tekin frá Fr., Cl.,
JÞ., EJ. o. s. frv. Stundum sýnir JÓ. þó rögg af sér og ritar npp tilv.
eftir orðabókunum, og ferst það þá oft eins og lýst hefir verið. En oft
-er það, að JÓ. nennir ekki að rita tilv. heimildar sinnar upp að fullu
og öllu, heldur lætur sér nægja að hripa upp bókartitilinn, en sleppir
hindi og hlaðsíðu. Við o. afdeilingr vitnar Fr. t. d. i Bps. I. 801
(= Biskupas. I. b. bls. 801). JÓ. nennir ekki að skrifa upp nema „Bps.“,
sleppir bindi og bls.! Nú eru Bps. í 2 bindum, texti samtals yfir 1600
hls., svo að tilvitnun JÓ. er dágóð. Við orðið afskyld vitna Fr. og
Cl. i DI. I. 273, og tilv. er laukrétt. Hér skrifar JÓ. upp að eins „DI“,
sleppir líka bindi og bls. DI. er komið út i 9 heilum bindum (að texta
til) og það 10. er á leiðinni, og alls texti um 7000 bls.! Ætli það stæði
ekki í JÓ. að finna orð eftir þess konar tilvitnun? Ef tilvitnun er
ónákvæm hjá heimildarmanni JÓ., þá gengur sama ónákvæmnin aftur hjá
JÓ., venjulega i verri mynd. Við o. aðálmein vitnar Cl. t. d. i „Fms. VI
(in verse = i vísu)“. JÓ. vitnar að eins í „Fms.“, sleppir bæði bindi