Skírnir - 01.01.1913, Side 69
Ritfregnir.
69
og að orðið sé í visu. Úr þvi að JÓ. nennir ekki að rita upp tilv.
heimildarmanna sinna, mun liann þá nenna að prófa, hvort tilv. séu
réttar hjá þeim ? Þessn héfir verið svarað með dæmum. Tilvitnanir
JÓ. eru flestar á borð við þær, sem greindar voru. Grágás, Sturlunga,
Grislas., Njála, Gulaþ.lög, Frostaþ.lög, Rímhegla o. s., frv. eru t. d. nær
alt af greindar án kapítula eða bls.
Það sýnist liggja í augum uppi, að JÓ. eigi að tilgreina, úr hvaða
orðabók hann tekur þau orð, er hann hefir ekki aðra heimild greinda
að og sannprófaða í bók sinni. En þetta gerir JÓ. örsjaldan. Hann
er svo sem ekki að geta þess, þótt hann taki orð úr Fr., Cl., Spm. JÞ.
o. s. frv., þótt hann hafi enga aðra heimild. Sjá t. d. o. aftakalítill,
afspraki, afspýttr hjá JÓ. sbr. við Cleasby. Eg gæti nefnt hundruð
af slikum dæmum, ef rúm leyfði. Einstöku sinnum vitnar JÓ. í Fr.r
Cl., EJ., Spm. JÞ., án þess að nokkur sérstök ástæða sýnist til þess
framar en annarstaðar, þar sem hann lætur það ógert. Ef þær tilvitn-
anir eru ekki gerðar i hugsunarleysi, þá er ekki unt að ætla þær gerðar
í öðru skyni en því, að menn skuli af þeim ráða, að hvergi annarstaðar
hafi bann óprófað tekið úr Cl., Fr. o. s. frv., að menn skuli halda, að
alt annað, sem hann tekur frá þeim, ýmist rétt, ýmist aflagað, sé
bygt á sjálfs hans vinnu og rannsókn.
DI. segist JÓ. hafa notað. Eg man nú satt að segja ekki eftir
fleiri tilv. i það en þeim, er eg hefi áður nefnt, en vil þó ekki aftaka
neitt um það. En JÓ. hefir ails ekki notað 01., ekki einu sinni registrin
við það. Eg nefni að eins örfá orð, sem flest eru i registrum DI., en
öll vanta hjá JÓ.: arfþurð, áttungakvartel, afmerkja (fé), afmörk-
un (fjár), afsegja (dóm), afskafningr, alkirkjuskyld, almenningsbók,
armskífa, armjárn, afmáning, alkanna, altunna, auk mýmargra
fleiri. Eg tek það þegar fram, að JÓ. tekur allar þær orðasamsetning-
ar, sem bann veit, enda er það auðvitað sjálfsagt i slikri hók. Jóns-
bók (lögbókina) segist JÓ. nota. Þetta eru víst ekki alger skrök, en
þó vantar þaðan orð, t. d. auðnáhús (Mannh. 16. k.)* 1), argafas rang-
þýtt, vantar eina merkingu í almenning2) o. s. frv. Járnsiða er ekki
nefnd hjá JÓ. Rímur fornar ekki heldur. Og svona mætti rekja lát-
laust. Illa notað það sem notað var, og margt látið ónotað, er
nota bar.
Þó kastar tójfunum, þegar JÓ. kemst í nýrra málið, þegar Cl., Fr.
o. s. frv. sleppa hendi sinni af honum. Hann virðist fyrst og fremsfc
litla hugmynd hafa um þau hjálpargögn, sem til eru. Það er t. d.
t) Orðið er líka i Grg. I a. 186, II. 398, og má af þessu sjá, ásamt
mörgu öðru, að JO. befir ekki orðtekið Grágás. Reyndar segist hann
(í form. 1. útg. ljóðm. Kr. J.) hafa leikið sér að þvi á skólaárum sín-
um að rannsaka, hversu oft myndin „of“ og myndin „umb“ komi fyrir
i Grágás!
2) Síðarnefnt sýnir m. a. að JÓ. hefir ekki notað orðasafn Y. F.
við Grágás.