Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 76

Skírnir - 01.01.1913, Side 76
76 Ritfregnir. JÓ. er orðið amt og amtmadur t. d. 9, en ampullr (og aðrar myndir þess) §. Amt og amtmaður hefir þó verið haft í ræðu og riti, á hvers manns vörum, yfir 200 ár. Ætli ampullr 0. s. frv. finnist oftar í rit- máli en amtmaður og amt ?! Örsjaldan skýrir höf. uppruna orða, t. d. ambdtt shr. embœtti. Ekki þóknast honum samt að segja manni t. d. að amt sé þessum orð- um skylt. — Stundum virðist JÓ. alveg gleyma muni á „lexicograf11 og „encyklopædista11. Hann fer t. d. við 0. ansíósa að kenna manni sildar- verkun, og af því að ásar í spilum er allóþekt fyrirbrigði, þá lætur hann bókina flytja mynd af þeim. — Á þrem stöðum gerist JÓ. »lærður“ og vitnar í vísindalegar ritgerðir eftir próf. B. M. Ólsen1). Sjá 0. afgreiðsla og alin. Hefði hann þá líka t. d. v. alin átt að nefna Vidalin Fornyrði lögb., Arnljót Ólafsson í Tmr. Bkmfél. 25 ár 0. s. frv. — Stundum truflast al- veg orðaröðin í bókinni, t. d. við afsi, athafnarmaðr og víðar. Stund- um vísar JÓ. aftur fyrir sig i orð, sem svo eru ekki til i bókinni, t. d. við andvarpan til andvörpun, en það orð finst ekki, þó að leitað sé með logandi ljósi. Stundum sýnir JÓ. framburðarstafsetning, t. d. aððú (= að þú). Hví þá ekki líka aððig (= að þig), aððér (= að þér), aðann (=að hann) 0. s. frv. ? Einnig framburð, t. d. aflagi (fl), afbragð (fb) 0. s. frv. Hvi þá ekki líka t. d. at, dta, apa, api 0. s. frv. IV. JÓ. hefir hætt sér út á þann hála ís, að ákveða, hvort orð sé nýtt (merkt *) eða gamalt (merkt |)2) og fleira því skylt. Verður honum hált á því, sem von er um jafnólærðan mann og órýninn í heim- ildir. Örfá dæmi af mörgum: Aðtekt er * (* = nýtt), liklega af þvi, að Sch. greinir Alþb. 1779 við orðið, enJÓ. tekur tilvitn. hans, auðvitað athugalaust. Orðið er vafalaust afgamalt (= að taka sér) og er í bréfi frá c. 1492 (Dl. VII. 156). Orðið aðdeilas) er líka * hjá JO. JÞað er i bréfi frá 1479 (DI. VI. 23ó). »Árofi« er líka *. Það er í Gulaþl. eldri (NgL. I. 87. 93). Afskera er lika *. Það er i Bjarkeyjarrétti hinum eldra (NgL. I. 334). Afstýfa er *. JÞ. Spm. IV. segir, að það sé í Stjórn, 379. JÓ. virðist og telja Stjórn nógu gamla til þess að orð í henni megi teljast f (= forn), þvi að hann segir orðið aftrsettr f, en það er i Stjórn, 31. Aftur á móti segir JÓ., að orðið afbrigði (= afbrot) sé f. Það er haft í þesssari merkingu i stjskr. 1874, 2. bráðab. ákvæði. Alyktardómur er líka f hjá JÓ. Það er í alm. hegn- ingarl. 26/6 1869 § 308 í sömu merkingu sem til forna. Orðið afneyzla (= að neyta af e-u, t. d. mat) segir JÓ. a (= ekki fornt og nú úrelt) og greinir — auðvitað eftir Sch. — Milton. 127, sbr. 328. Ætli JO. hefði ekki aðra skoðun á þessu, ef hann hefði lesið Njálu 50. k. ? Orðið ‘) Ein þessara tilv. heitir: „Sbr. B. M. Olsen: Um baugatalu. Ekki er vist að allir finni ritgerð, sem svo er nákvæmlega greind, og þvi siðnr þann stað í henni, sem máli skiftir. 2) Ómerkt orð eiga þá væntanlega að vera bæði ný og gömul. *) Hann greinir Árb. Esp. fyrir þvi — auðvitað eftir Sch.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.